Veiðivísir

Veiðivísir

Allt um stang- og skotveiði á Íslandi. Vetur, sumar, vor og haust.

Fréttamynd

170 laxa vika í Eystri Rangá

Í vikulegum veiðitölum á vef Landssambands Veiðifélaga er ekki að sjá að allar árnar séu í slæmum málum og greinilegt að Eystri Rangá er í blómstra.

Veiði
Fréttamynd

Ekki uppskrift að bjartsýni í laxveiði segir fiskifræðingur

Guðni Guðbergsson fiskifræðingur segir það munu skýrast fljótlega hvort rætist úr sumrinu í laxveiðinni sem hefur verið mjög léleg á Vesturlandi og Norðvesturlandi. Þurrkatíð ofan á lélegan árgang sem gengið hafi til sjávar í fyrra gefi ekki tilefni til bjartsýni. Endurheimtuhlutfall seiða úr sjó fari lækkandi.

Veiði
Fréttamynd

20-30 laxa dagar í Eystri Rangá

Eystri Rangá og Urriðafoss eru búin að gefa mestu veiðina á þessu tímabili en það er nóg eftir af tímabilinu og margir þættir í óvissu.

Veiði
Fréttamynd

3.638 fiskar á viku tvö í Veiðivötnum

Það er hörkugangur í silungsveiðinni um allt land og veiðimenn sem sækja stíft í silunginn í sumar líklega þakklátir fyrir veðurblíðuna sem hefur varið í allt sumar.

Veiði
Fréttamynd

Jökla fer vel af stað

Fréttir af laxveiðinni á norðausturlandi eru mun betri en af vesturlandi enda vantar ekkert vatn í árnar fyrir norðan.

Veiði
Fréttamynd

Stórir urriðar í Laxárdalnum

Laxárdalurinn í Laxá í Aðaldal var í niðursveiflu í nokkur ár og líklega var ofveiði stærsti orsakavaldurinn en það er óhætt að segja að nú sé öldin önnur.

Veiði
Fréttamynd

Laxveiðin erfið á vesturlandi

Nýjar vikutölur sem voru birtar á miðvikudagskvöldið á vef Landssambands Veiðifélaga sýnir að veiðin er afar erfið á vesturlandi.

Veiði
Fréttamynd

Ekki stórt vatn en fín veiði

Það styttist í fyrstu stóru ferðahelgi ársins og við hér á Veiðivísi ætlum þess vegna að skoða nokkur skemmtileg vötn úti á landi sem er tilvalið að kíkja í.

Veiði
Fréttamynd

Smálaxinn er ekki mættur

Þetta laxveiðitímabil hefur verið sérstakt enda fyrsti mánuðinn af því þjakaður af þurrki og stanslausum sólardögum.

Veiði
Fréttamynd

Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina

Laxá í Kjós hefur aðeins lyft sér upp í vatni og hefur það skilað sér í því að göngur eru að aukast en það er samt annað sem gerir þennan tíma skemmtilegan í ánni.

Veiði
Fréttamynd

Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu

Á Íslandi eru mörg margslungin og skemmtileg veiðisvæði og eitt af þeim er líka eitt af þeim nýrri en það er svæði sem er kennt við Jöklu.

Veiði
Fréttamynd

64 sm bleikja í Lónsá

Það hefur verið ansi líflegt í Lónsá og greinilegt að bleikjustofninn í ánni er að koma ansi sterkur inn þetta sumarið.

Veiði
Fréttamynd

Lífleg vatnaveiði síðustu daga

Júní og júlí eru gjarnan bestu mánuðirnir til að stunda silungsveiði og það er greinilegt þegar við týndum til fréttir héðan og þaðan go silungsveiðin gengur vel.

Veiði
Fréttamynd

Góð fyrsta vika í veiðivötnum

Nú er rétt rúm vika síðan Veiðivötn opnuðu og fyrstu tölur frá opnun eru komnar inná vefinn en það má alveg segja að þetta hafi verið fantagóð vika.

Veiði
Fréttamynd

Flottar bleikjur í Fnjóská

Það sem togar marga veiðimenn í Fnjóská er ekki endilega lax heldur stórar sjóbleikjur sem getur verið alveg óheyrilega gaman að veiða.

Veiði
Fréttamynd

Langá hækkaði um 30 sm í nótt

Það hefur rignt all hressilega á vesturlandi síðustu daga og það er nákvæmlega það sem árnar þurftu á að halda og það er strax orðinn viðsnúningur í veiðinni.

Veiði
Fréttamynd

Af stórlöxum sumarsins

Þrátt fyrir að aðeins séu um þrjár vikur liðnar af laxveiðitímabilinu þá sýnist okkur þetta nú þegar vera komið í þann gír að verða ágætt stórlaxasumar.

Veiði