Veiðivísir

Veiðivísir

Allt um stang- og skotveiði á Íslandi. Vetur, sumar, vor og haust.

Fréttamynd

Hítarvatn opnar um næstu helgi

Hítarvatn á Mýrum hefur verið geysilega vinsælt síðustu ár enda veiðist oft mjög vel í vatninu og þá sérstaklega fyrstu vikurnar eftir að vatnið opnar.

Veiði
Fréttamynd

Laxinn mættur í Norðurá

Það hefur verið greint frá því að þegar hafi sést til laxa í Laxá í Kjós, Flekkudalsá og líklega má gera ráð fyrir því að einhverjir laxar séu komnir víðar en í dag fréttist af löxum í Norðurá.

Veiði
Fréttamynd

Margir við veiðar en fáir í fiski

Það var gullfallegt veður á suðvesturhorninu í gær og margir veiðimenn sem lögðu leið sína við vötnin í kringum Reykjavík með flugustöng að vopni.

Veiði
Fréttamynd

Mikið nýtt frá Loop og Guideline

Verslunin Veiðiflugur á Langholtsvegi hefur sérhæft sig í fluguveiðibúnaði fyrir veiðimenn og eru að taka nýjar vörur upp úr kössunum þessa dagana.

Veiði
Fréttamynd

Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann

Alþingi hefur lagt fyrir ríkisstjórnina að tryggja gerð fiskvegar milli Þingvallavatns og gömlu hrygningarstöðva stórurriðans í Efra-Sogi. Össur Skarphéðinsson segir áfangann stórsigur í baráttunni fyrir endurreisn stofnsins.

Veiði
Fréttamynd

Vatnaveiðin að komast í góðan gír

Vötnin eru hvert af öðru að komast í gang og það verður ekki annað sagt en að vötnin komi vel undan vetri því flestar fréttir sem berast eru góðar fréttir.

Veiði
Fréttamynd

75 ára afmæli SVFR

Stangaveiðifélag Reykjavíkur heldur upp á afmæli sitt um helgina og skal engan undra að blásið sé til fagnaðar því félagið er 75 ára gamalt.

Veiði
Fréttamynd

Blanda I að verða uppseld

Blanda hefur verið ein af bestu laxveiðiám landsins og vinsældir koma ekkert á óvart því þarna er meðalþyndgin á veiddum löxum ein sú hæsta á landinu.

Veiði
Fréttamynd

Stórbleikjan liggur víða í Varmá

Þrátt fyrir að sjóbirtingurinn í Varmá sé allur gengin til sjávar er ennþá hægt að gera góða veiði í ánni og þá sérstaklega ef menn vilja setja í stórar bleikjur.

Veiði
Fréttamynd

Forsala SVAK að hefjast í Svarfaðardalsá

Ein af bestu silungsveiðiám í nágrenni Akureyrar, Svarfaðardalsá, er að detta í forsölu fyrir félagsmenn SVAK en það er vissara fyrir aðra sem hafa áhuga á henni að fylgjast vel með forsölunni.

Veiði
Fréttamynd

Flestar bleikjurnar í Varmá mjög vænar

Varmá er yfirleitt talin til skemmtilegra vorveiðiáa og það er synd hvað fáir veiðimenn fara í hana þegar dag tekur að lengja og sumarhlýindin leggjast yfir suðurlandið.

Veiði
Fréttamynd

Síðasta Opna hús vetrarsins hjá SVFR

Á morgun föstudag er síðasta Opna hús vetrarins hjá SVFR og af því tilefni bjóða Skemmtinefnd SVFR og Kvennadeild alla velkomna í glæsilegan vorfagnað í Rafveituheimilinu.

Veiði
Fréttamynd

Flott svæði og fallegir urriðar

Eitt af best geymdu leyndarmálum fluguveiðimanna á norðurlandi eru svæðin við Hraun og Syðra Fjall í Laxá í Aðaldal en þau hafa fengið frekar litla kynningu hingað til.

Veiði
Fréttamynd

Elliðavatn kraumaði í morgun

Það falleg sjón sem blasti við þeim fáu veiðimönnum sem mættu uppá Elliðavatn í morgun því vatnið var stillt og vakir hreinlega út um allt.

Veiði
Fréttamynd

Hvað er að gerast í ánni Dee?

Miklar áhyggjur eru af ástandinu í ánni Dee sem er ein nafntogaðasta veiðiá Skotlands en veiðin þar á þessu vori er ekki hægt að kalla annað en algjört hrun.

Veiði
Fréttamynd

Dauðir urriðar á botninum við Vatnskot

Veiðivísir hefur greint frá góðri vorveiði við Þingvallavatn og í því samhengi góðri veiði á urriða sem oft er stór eða allt að 90 sm fiskum en frásögn veiðimanns sem var þar fyrir fáum dögum skyggir aðeins á þessar fréttir.

Veiði