Veiðivísir

Veiðivísir

Allt um stang- og skotveiði á Íslandi. Vetur, sumar, vor og haust.

Fréttamynd

Ágætis veiði í Grímsá

Ágætis veiði hefur verið fyrstu dagana í vorveiðinni í Grímsá en ekki hafa samt heyrst neinar tölur en þeir sem eru þar við veiðar hafa ekki viljað láta mikið uppi um veiðina.

Veiði
Fréttamynd

Fín skilyrði í Minnivallalæk

Kalt vor gerir það venjulega að verkum að fiskurinn sem heldur til í ánum á þessum tíma verður tregur til að eyða orku í ætisleit og bíður eftir því að það hlýni.

Veiði
Fréttamynd

Vænar bleikjur í Varmá

Varmá hefur alltaf verið sterk á vorin í sjóbirtingnum en síðustu ár hafa margar vænar bleikjur komið á færi veiðimanna.

Veiði
Fréttamynd

Góð opnun í Steinsmýrarvötnum

Eitt af þeim svæðum sem margir veiðimenn hafa beðið spenntir eftir fréttum af aflabrögðum eru Steinsmýrarvötn en þetta svæði hefur verið feykilega vinsælt síðustu ár.

Veiði
Fréttamynd

Stangveiðin hófst í gær

Stangveiðitímabilið hófst í gær í nokkrum vötnum og ám á landinu en eins og búist var við var heldur rólegt með einhverjum undantekningum þó.

Veiði
Fréttamynd

Frábær veðurspá fyrsta veiðidaginn

Það var pínu kvíði farinn að setjast í hjörtu veiðimanna síðustu daga þegar það hefur gengið á með úrhellisrigningu og roki og útlitið fyrir veiðiveður fyrsta veiðidaginn ekki gott.

Veiði
Fréttamynd

Veiðir einhver með Devon í dag?

Þrátt fyrir að fluga, maðkur og spúnn séu þau veiðarfæri sem þekktust eru í dag þá var nú einu sinni sú tíð að menn brúkuðu lítið trésíli sem kallaðist Devon.

Veiði
Fréttamynd

Norskur eldislax ógn við Íslenska laxastofna

Vegna umræðna um aukið laxeldi í sjó á norsk ættuðum laxi hafa viðbrögð aðila í veiðisamfélaginu verið á þann veg að vara við auknu eldi í sjó vegna þeirrar hættu sem slíkt getur haft í för með sér.

Veiði
Fréttamynd

Kvennadeild SVFR heldur skemmtikvöld

Nýstofnuð kvennadeild SVFR ætlar að halda "Rautt og hvítt" kvöld fyrir allar konur sem hafa áhuga á veiði og víst er að öllu verður til tjaldað til að gera kvöldið skemmtilegt.

Veiði
Fréttamynd

Efri Haukadalsá í útboð

Veiðisvæðið við Efri Haukadalsá er komið aftur í útboð en svo virðist sem ekki hafi tekist að loka samningum við hæstbjóðanda í útboðinu í haust.

Veiði
Fréttamynd

Nýtt Sportveiðiblað

Nýtt Sportveiðiblað kom út í febrúar og eins og venjulega er blaðið fullt af skemmtulegu efni fyrir stangveiðimenn.

Veiði
Fréttamynd

Stórir fiskar og litlar flugur

Þegar möguleikar fyrir vorveiði eru skoðaðir í klukkutíma radíus frá Reykjavík er um nokkur svæði að velja en ef veiðimenn eru sérstaklega að leita að stórum urriða þá er eitt svæði sem ber af í það minnsta hvað stærð á fiskum varðar.

Veiði
Fréttamynd

Veiði í Þingvallavatni hefst tíu dögum fyrr

Silungsveiði fyrir landi þjóðgarðsins á Þingvöllum hefst að þessu sinni 20. apríl, tíu dögum fyrr en áður hefur tíðkast. Þingvallanefnd samþykkti tillögu þessa efnis frá Ólafi Erni Haraldssyni þjóðgarðsverði.

Veiði
Fréttamynd

Urriðaperla í Skagafirði

Ein af þessum litlu veiðiperlum sem gaman er að kynnast er Svartá í Skagafirði en þar til fyirr nokkrum árum voru fáir sem vissu af henni og höfðu veitt hana.

Veiði
Fréttamynd

Aðalfundur SVFR er í kvöld

Aðalfundur SVFR er í kvöld og eru félagar minntir á að fjölmenna á fundinn þar sem farið verður yfir málefni félagsins.

Veiði
Fréttamynd

Byssusýning á Stokkseyri um helgina

Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri í samvinnu við verslunina Vesturröst verður haldinn laugardaginn 1. og sunnudaginn 2. mars 2014 frá kl. 11–18 í húsakynnum Veiðisafnsins, Eyrarbraut 49 Stokkseyri.

Veiði