Samantekt - „Facebook fylltist af hamingjuóskum“ - gæðingafimi

Margir bíða jafnan spenntir eftir keppni í gæðingafimi í Meistaradeildinni í hestaíþróttum, en greinin er spuni: reynir á stjórnun, nákvæmni, tækni og útfærslur knapa - í bland við næmni, kraft og úrvals ganghæfileika hestsins. Fyrirséð var að keppnin yrði hörð, enda komast einungis 5 knapar í úrslit í gæðingafimi og því lítið pláss fyrir hnökra eða mistök. Það var Olil Amble sem reið á vaðið á Orradótturinni glæsilegu Álfhildi frá Syðri-Gegnishólum. Engum blöðum var um það að fletta að hún gaf tóninn fyrir kvöldið, átti eftirminnilega sýningu í forkeppninni, sem átti eftir að verða erfitt að toppa. Olil endurtók leikinn í úrslitunum og vann yfirburðasigur. „Þetta var mjög gaman,“ sagði Olil eftir keppnina. „Facebook fylltist af hamingjuóskum, tölvupóstar og sms. Ég hef sjaldan eða aldrei fengið svona góð viðbrögð við sýningu.“ Meðfylgjandi er samantekt, auk þess sem spjallað er við sigurvegarann og farið í uppbyggilega þjálfunarstund.

2684
37:36

Vinsælt í flokknum Hestar