X-Mas 2011 - Botnleðja kemur saman aftur - Þið eruð frábær

Hinir árlegu jólatónleikar X-ins 977 fóru fram 20. desember sl. í Kaplakrika. Tónleikarnir voru með breyttu sniði þar sem þeir voru tileinkaðir Hermanni Fannari Valgarðssyni, útvarpsmanni á stöðinni sem féll frá langt um aldur fram í nóvember sl. Allar helstu hljómsveitir landsins komu fram á tónleikunum sem voru rúmir 6 tímar að lengd. Sérstakur minningarsjóður um Hermann hefur verið settur á laggirnar og þú getur lagt þitt framlag í hann með einu simtali í númerið 902-0022. Greiðsla að upphæð 2000 krónur færist við það á símreikning þinn.

13460
02:45

Vinsælt í flokknum Tónlist