Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ætlar að gera Grillhúsið að heitasta staðnum í Borgar­nesi

Örvar Bessason er reynslumikill matreiðslumaður til sjós og lands. Hann lærði sjó­kokk­inn fyr­ir um 30 árum og starfaði sem kokk­ur á frysti­tog­ur­um árum sam­an. Þess á milli vann hann á veit­inga­stöðum í landi. Hans næsta verkefni er að gera Grillhúsið í Borgarnesi að heitasta veitinga- og samverustaðnum í Borgarnesi.

Eig­endur TGI Fridays kaupa Grillhúsið

Helgi Magnús Hermannsson og Jóhannes Birgir Skúlason hafa fest kaup á Grillhúsinu sem rekur veitingastaði á Laugavegi og Sprengisandi í Reykjavík. Þá hefur hópur fjárfesta undir forystu Örvars Bessasonar keypt Grillhúsið í Borgarnesi.

Tekur til varna eftir stuðningsyfirlýsingu við Katrínu

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, tekur til varna á Facebook-síðu sinni eftir að hafa upplýst að atkvæði hans í komandi forsetakosningum færi til Katrínar Jakobsdóttur. Yfirlýsingin vakti mikla athygli og var meðal annars spurt hvort einhver óprúttinn hefði komist í tölvu verkalýðsforkólfsins.

Eurovision-vaktin: Nemo vann á dramatísku kvöldi í Malmö

Söngkvárið Nemo frá Sviss stóð uppi sem sigurvegari þegar úrslitakvöld Eurovision fór fram í Malmö í kvöld. Hán söng lagið The Code með miklum tilþrifum og naut hylli bæði meðal dómnefnda Evrópa og þeirra sem kusu í símakosningu.

Ísrael skyndi­lega talið lík­legt til að vinna Euro­vision

Hin tvítuga Eden Golan frá Ísrael er talin næstlíklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár með laginu Hurrycane. Ísrael rauk upp í veðbönkum í kvöld eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag.

Baulað á Ísrael sem flaug á­fram í úr­slitin

Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin.

Litaðir seðlar til skoðunar og málið á mjög við­kvæmu stigi

Lögregla heldur spilunum afar þétt að sér við rannsókn á þjófnaði á tuttugu til þrjátíu milljónum króna í Hamraborginni fyrir rúmum fimm vikum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að reynt hafi verið að koma lituðum peningum í umferð.

Nokkurra bíla á­rekstur á Miklu­braut

Að minnsta kosti fjögurra bíla árekstur varð á Miklubraut á leiðinni í austurátt um klukkan korter yfir þrjú í dag. Þá lá eitt mótorhjól sömuleiðis á götunni.

Quang Le hakkaður á Facebook

Óþekktur aðili hefur komist yfir Facebook-aðgang veitingamannsins Quang Le, sem breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson í fyrra. Viðkomandi hefur tekið sig til og birt skjáskot af ýmsum upplýsingum um veitingamanninn á Facebook-síðu hans.

Sjá meira