Viktor Gísli lagðist undir hnífinn: „Best að klára þetta núna þar sem við erum ekki að fara á Ólympíuleikana“ Landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, Viktor Gísli Hallgrímsson, gekkst undir aðgerð vegna meiðsla sem hafa plagað hann undanfarin tvö ár. Hann stefnir nú á að spila handbolta á ný, laus við alla verki. 10.6.2024 08:31
Mavericks dauðmóðir og Celtics taka tveggja leikja forystu Boston Celtics tóku afgerandi tveggja leikja forystu í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar með 105-98 sigri gegn Dallas Mavericks í nótt. 10.6.2024 07:20
Messi útilokar ekki að spila á næsta heimsmeistaramóti Lionel Messi hefur snúist hugur og hann útilokar ekki lengur að taka þátt á heimsmeistaramótinu árið 2026. 8.6.2024 09:01
Stjórnarformaður Liverpool staðráðinn í að spila leiki utan Englands Tom Werner, stjórnarformaður Liverpool, vill að leikir í ensku úrvalsdeildinni verði spilar á erlendri grundu. New York yrði fyrsti áfangastaður áður en frekari útbreiðsla færi af stað. 8.6.2024 08:01
Andri Lucas kveður Lyngby: „Hjálpuðu mér að stíga næsta skref á ferlinum“ Landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen kvaddi Lyngby í gær eftir ævintýratímabil. Hann fer til Gent í Belgíu og er dýrasti leikmaður sem danska félagið hefur nokkurn tímann selt. 8.6.2024 07:00
Dagskráin í dag: Torfærubílar, boltaíþróttir, golf og formúla Það er virkilega vænleg dagskrá þennan laugardaginn á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone. Sýnt verður frá bikarmóti í torfærukappakstri, úrslitakeppni spænska körfuboltans, íslenska boltanum og ýmsu öðru. 8.6.2024 06:00
Kroos mun einbeita sér að þjálfun og hlaðvarpshaldi eftir EM Toni Kroos mun áfram búa í Madríd eftir að hann leggur skóna á hilluna og starfa sem ungmennaþjálfari. 7.6.2024 23:32
Fjölmiðlar keppast við að lítillækka landsliðið eftir tapið gegn Íslandi Landsliðsmenn Englands og þjálfari þeirra, Gareth Southgate, eru ekki háttskrifaðir í fjölmiðlum ytra eftir óvænt tap gegn Íslandi á Wembley í kvöld. 7.6.2024 22:51
„Allir tala eins og við séum að fara að valta yfir mótið og vinna það“ Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, var vonsvikinn með frammistöðu sinna manna eftir 0-1 tap gegn Íslandi í kvöld. Hann segir íslenska liðið hafa lagt leikinn vel upp og tapið í kvöld sé merki um að margt þurfi að breytast. 7.6.2024 22:17
„Frábært að koma hingað á mitt annað heimili og skemma partýið“ Jóhann Berg Guðmundsson var léttur í bragði eftir sigur 1-0 Íslands gegn Englandi á Wembley í kvöld. Hann segir svona frammistöðu geta skilað Íslandi aftur á stórmót. 7.6.2024 21:38