Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tekinn fyrir akstur undir á­hrifum en átti að vera í fangelsi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi ökumann sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá var handtekinn og færður til blóðsýnatöku en við nánari athugun reyndist hann ekki hafa mætt til afplánunar í fangelsi.

Dæmd til 22 ára fyrir að reyna að myrða Trump

Kanadísk kona hefur verið dæmd til 22 ára langrar fangelsisvistar fyrir að hafa sent Donald Trump bréf sem innihélt hið baneitraða rísín. Fyrir dómi sagðist hún ekki sjá eftir neinu nema að hafa ekki tekist að drepa forsetann þáverandi.

Sveitar­fé­lögum ekki heimilt að synja fólkinu um þjónustu

Dvalarsveitarfélagi er ekki rétt að synja einstaklingi um fjárhagsaðstoð af þeirri einu ástæðu að réttindi hans sem umsækjanda um alþjóðlega vernd hafi fallið niður. Þetta segir í álitsgerð Lagastofnunar Háskóla Íslands, sem forsætisráðuneytið óskaði eftir á dögunum.

Launa­munur kynjanna á fjár­mála­markaði 26 prósent

Óleiðréttur launamunur karla og kvenna var 9,1 prósent árið 2022 og dróst saman frá fyrra ári úr 10,2 prósent. Munurinn er mestur í fjármála- og vátryggingastarfsemi, 26,2 prósent, en minnstur í rafmagns- gas og hitaveitum eða 4,1 prósent.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Íslendingar hafa aldrei verið neikvæðari í garð erlendra ferðamanna en nú, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir niðurstöðurnar ekki koma að óvart enda hafi ferðaþjónustan farið hratt af stað eftir kórónuveirufaraldurinn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við í ferðaþjónustunni um málið, tökum borgarbúa tali og ræðum við framkvæmdastjóra Landverndar.

„Ekki gott að horfa upp á að fólk sofi í gjótum“

Félagsmálaráðherra telur ljóst að sveitarfélögin verði að grípa umsækjendur um alþjóðlega vernd sem hafa tapað allri þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um vernd. Verkefnið núna sé að tryggja fólkinu stjórnarskrárbundna lágmarksþjónustu.

Sakar Brit­n­ey um fram­hjá­hald og er fluttur út

Sam Asghari, eiginmaður poppstjörnunnar Britney Spears, er sagður hafa flutt af heimili þeirra og undirbúi sig nú undir að sækja um skilnað frá henni. Ástæðan er sögð meint framhjáhald Britneyar.

Knúsa reglulega bangsa úr fatnaði látins föður

Kona sem missti eiginmann sinn úr krabbameini á sér þá ósk heitasta að fá fólk í lið með sér að sauma persónulega bangsa handa börnum sem hafa misst foreldri sitt. Bangsi sem var saumaður úr fatnaði eiginmanns hennar er knúsaður reglulega á heimilinu.

Sjá meira