„Ekki gott að horfa upp á að fólk sofi í gjótum“ Árni Sæberg og Lovísa Arnardóttir skrifa 16. ágúst 2023 23:26 Guðmundur Ingi segir brýnt að mæta vanda fólks sem á nú í engin hús að venda eftir að þjónusta við það var felld niður. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra telur ljóst að sveitarfélögin verði að grípa umsækjendur um alþjóðlega vernd sem hafa tapað allri þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um vernd. Verkefnið núna sé að tryggja fólkinu stjórnarskrárbundna lágmarksþjónustu. Mikið hefur verið fjallað um útlendingamál eftir að hópur fólks var þjónustusviptur í samræmi við ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar. Greint hefur verið frá því að hælisleitendur búi ýmist í kúlutjöldum í Öskjuhlíð eða í gjótu rétt fyrir utan Reykjavík. Þá hefur verið greint frá því að fólk sé komið á götuna og borði upp úr ruslatunnum höfðuborgarsvæðisins. Ágreiningur er uppi meðal ráðuneyta og sveitarfélaga um það hver beri ábyrgð á því að veita fólkinu þjónustu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir verkefnið núna vera að finna leiðir og lausnir til þess að tryggja fólkinu lágmarksþjónustu sem það eigi rétt á samkvæmt stjórnarskrá og lögum um félagsþjónustu. „Það er alveg skýrt að það var vilji meirihluta Alþingis og kemur fram í nefndaráliti allsherjar og menntamálanefndar þegar málið var þar til umfjöllunar. Þannig að þetta er verkefnið og það er það sem við þurfum að leysa, ríki og sveitarfélög í sameiningu,“ segir Guðmundur Ingi. Greinilegar brotalamir í framkvæmdinni Guðmundur Ingi segir að nauðsynlegt sé að leysa verkefnið sem allra fyrst. Greinilegar brotalamir séu í framkvæmdinni. Það sé eitthvað sem hægt er að laga og að stjórnvöld muni leggja sig fram við að gera það. Þess vegna séu fleiri ráðuneyti að koma að borðinu og nauðsynlegt sé að fá sveitarfélögin að borðinu líka. „Við skulum leyfa lögfræðingunum að deila um það nákvæmlega hvar ábyrgðin liggur. En ábyrgðin fyrst og fremst í mínum huga er sú að tryggja lágmarksþjónustu til fólks, sem það á rétt á.“ Auðvitað ekki gott að fólk borði upp úr ruslatunnum En hvað á að gera fyrir fólk sem er nú þegar á götunni? „Auðvitað er ekki gott að horfa upp á að fólk sófi í gjótum eða að borða mat upp úr ruslatunnum, það er ekki samfélag sem við viljum. Það er hluti af því að leita lausna núna, að finna lausn á því hvernig megi mæta þessari lágmarksþjónustu, sem er alveg skýrt að fólk á rétt á,“ segir Guðmundur Ingi. Hann á fund með Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra og fulltrúm sveitarfélaganna á föstudag. „Ég biðla auðvitað til þeirra að við náum að vinna þetta mál í sameiningu og leysa það.“ Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Félagsmál Hælisleitendur Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um útlendingamál eftir að hópur fólks var þjónustusviptur í samræmi við ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar. Greint hefur verið frá því að hælisleitendur búi ýmist í kúlutjöldum í Öskjuhlíð eða í gjótu rétt fyrir utan Reykjavík. Þá hefur verið greint frá því að fólk sé komið á götuna og borði upp úr ruslatunnum höfðuborgarsvæðisins. Ágreiningur er uppi meðal ráðuneyta og sveitarfélaga um það hver beri ábyrgð á því að veita fólkinu þjónustu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir verkefnið núna vera að finna leiðir og lausnir til þess að tryggja fólkinu lágmarksþjónustu sem það eigi rétt á samkvæmt stjórnarskrá og lögum um félagsþjónustu. „Það er alveg skýrt að það var vilji meirihluta Alþingis og kemur fram í nefndaráliti allsherjar og menntamálanefndar þegar málið var þar til umfjöllunar. Þannig að þetta er verkefnið og það er það sem við þurfum að leysa, ríki og sveitarfélög í sameiningu,“ segir Guðmundur Ingi. Greinilegar brotalamir í framkvæmdinni Guðmundur Ingi segir að nauðsynlegt sé að leysa verkefnið sem allra fyrst. Greinilegar brotalamir séu í framkvæmdinni. Það sé eitthvað sem hægt er að laga og að stjórnvöld muni leggja sig fram við að gera það. Þess vegna séu fleiri ráðuneyti að koma að borðinu og nauðsynlegt sé að fá sveitarfélögin að borðinu líka. „Við skulum leyfa lögfræðingunum að deila um það nákvæmlega hvar ábyrgðin liggur. En ábyrgðin fyrst og fremst í mínum huga er sú að tryggja lágmarksþjónustu til fólks, sem það á rétt á.“ Auðvitað ekki gott að fólk borði upp úr ruslatunnum En hvað á að gera fyrir fólk sem er nú þegar á götunni? „Auðvitað er ekki gott að horfa upp á að fólk sófi í gjótum eða að borða mat upp úr ruslatunnum, það er ekki samfélag sem við viljum. Það er hluti af því að leita lausna núna, að finna lausn á því hvernig megi mæta þessari lágmarksþjónustu, sem er alveg skýrt að fólk á rétt á,“ segir Guðmundur Ingi. Hann á fund með Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra og fulltrúm sveitarfélaganna á föstudag. „Ég biðla auðvitað til þeirra að við náum að vinna þetta mál í sameiningu og leysa það.“
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Félagsmál Hælisleitendur Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira