Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Far­þegum fjölgaði um sex­tán prósent milli ára

Heildarfjöldi farþega Icelandair var um 366 þúsund í maí, sextán prósent fleiri en í maí í fyrra þegar farþegar voru 316 þúsund. Sætaframboð í maí jókst um ellefu prósent miðað við fyrra ár.

Ekið á barn á miðri skólalóð: „Stálheppin að krakkinn sé á lífi“

Faðir níu ára stúlku vakti athygli á því í gær að ekið hafði verið á dóttur hans á krossara á miðri skólalóð Hörðuvallaskóla í fyrradag. Hann hvetur foreldra til þess að brýna fyrir börnum sínum að fara varlega á ökutækjum og vera ekki á ökutækjum, sem ætluð eru utanvegaakstri, innanbæjar.

Smá­bátur strandaði við Arnar­stapa

Smábátur strandaði skammt innan við Arnarstapa á tíunda tímanum í kvöld. Einn var um borð í bátnum og hann komst í land af sjálfsdáðum og var fluttur á sjúkrastofnun á Ólafsvík.

Segja að­gerðir ríkis­stjórnarinnar endur­nýtt efni

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti í dag aðgerðapakka, sem ætlað er að slá á verðbólguna og koma til móts við þá sem farið hafa verst út úr henni. Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka segja fátt nýtt felast í aðgerðapakkanum og segja hann jafnvel endurunnið efni.

Ís­lands­klukkan hlaut tíu til­nefningar til Grímunnar

Íslandsklukkan í sviðsetningu leikhópsins Elefant í samstarfi við Þjóðleikhúsið, hlaut tíu tilnefningar til Grímunnar í ár, flestar allra sýninga ársins. Tilkynnt var um tilnefningar til ís­lensku sviðslista­verðlaun­anna í kvöld.

Leikstjóri Grimmdar dæmdur fyrir umfangsmikinn fjárdrátt

Anton Ingi Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Grimmd, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir fjárdrátt og peningaþvætti. Hann er dæmdur fyrir að hafa ráðstafað miðasölutekjum upp á milljónir króna með ólögmætum hætti.

Ballið búið í Háskólabíói

Sena hefur ákveðið að segja upp leigusamningi sínum um rekstur kvikmyndahúss í Háskólabíói frá og með næstu mánaðamótum. Framkvæmdastjóri Smárabíós, sem var þar til nýverið framkvæmdastjóri kvikmyndasviðs Senu, segir að aðsóknin hafi hreinlega ekki verið næg.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ríkisstjórnin boðar aðhald og ætlar að spara þrjátíu og sex milljarða með nokkrum aðgerðum til að sporna gegn verðbólgu og frekari vaxtahækkunum. Þá hefur verið ákveðið að draga úr launahækkun æðstu embættismanna. Við ræðum við forsætisráðherra um fyrirhugaðar aðgerðir og verðum í beinni frá Alþingi með formönnum Samfylkingar og Flokks fólksins í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sjá meira