Menning

Ís­lands­klukkan hlaut tíu til­nefningar til Grímunnar

Árni Sæberg skrifar
Tilkynn var um tilnafningar til Grímunnar í kvöld.
Tilkynn var um tilnafningar til Grímunnar í kvöld. Þjóðleikhúsið

Íslandsklukkan í sviðsetningu leikhópsins Elefant í samstarfi við Þjóðleikhúsið, hlaut tíu tilnefningar til Grímunnar í ár, flestar allra sýninga ársins. Tilkynnt var um tilnefningar til ís­lensku sviðslista­verðlaun­anna í kvöld.

Leiksýningin byggir á skáldsögu Halldórs Laxness og í henni birtast samskipti og átök aðalpersónanna Snæfríðar Íslandssólar, Arnasar Arnæus, Jóns Hreggviðssonar og Magnúsar í Bræðratungu á nýjan og óvæntan hátt.

Leikhópurinn Elefant samanstendur af ungum íslenskum leikurum af blönduðum uppruna.

Næstflestar tilnefningar hlaut söngleikurinn Chicago, í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, en sýningin hlaut alls sjö tilnefningar.

Hér að neðan má sjá lista yfir allar tilnefningar til Grímunnar árið 2023:

Sýning ársins

Geigengeist – Sviðssetning: Íslenski Dansflokkurinn

Íslandsklukkan – Sviðsetning: Leikhópurinn Elefant í samstarfi við Þjóðleikhúsið

Ellen B. – Sviðsetning: Þjóðleikhúsið

Ex – Sviðsetning: Þjóðleikhúsið

Chicago – Sviðssetning: Leikfélag Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands

Leikrit ársins

Óbærilegur léttleiki Knattspyrnunar

Eftir Sveinn Ólaf Gunnarsson og Ólaf Ásgeirsson

Sviðsetning: Alltaf í boltanum í samstarfi við Tjarnarbíó

Síðustu dagar Sæunnar

Eftir Matthías Tryggva Haraldsson

Sviðsetning: Borgarleikhúsið

Til hamingju með að vera mannleg

Eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur

Sviðsetning: Níelsdætur í samstarfi við Þjóðleikhúsið

Á eigin vegum

Leikgerð eftir Maríönnu Clöru Lúthersdóttur og Sölku Guðmundsdóttur

Sviðsetning: Borgarleikhúsið

Hið ósagða

Eftir Sigurð Ámundsson

Sviðsetning: Sigurður Ámundason í samstarfi við Tjarnarbíó

Leikstjóri ársins

Benedict Andrews – Ellen B.

Sviðsetning: Þjóðleikhúsið

Benedict Andrews – Ex

Þóra Karítas Árnadóttir – Samdrættir

Viktoría Blöndal – Óbærilegur léttleiki Knattspyrnunar

Þorleifur Örn Arnarsson – Íslandsklukkan

Leikari í aðalhlutverki

Gísli Örn Garðarsson – Ex

Hallgrímur Ólafsson – Íslandsklukkan

Björgvin Franz Gíslason– Chicago

Jóhann Sigurðarson – Síðustu dagar Sæunnar

Sveinn Ólafur Gunnarsson Venus í feldi

Leikari í aukahlutverki

Benedikt Erlingsson – Ellen B.

Jörundur Ragnarsson – Prinsessuleikarnir

Ólafur Ásgeirsson – Óbærilegur léttleiki Knattspyrnunar

Davíð Þór Katrínarson – Íslandsklukkan

Arnþór Þórsteinsson – Chicago

Leikkona í aðalhlutverki

Nína Dögg Filippusdóttir – Ex

Ásthildur Úa Sigurðardóttir – Svartþröstur

Sara Dögg Ásgeirsdóttir – Venus í feldi

María Thelma Smáradóttir – Íslandsklukkan

Guðrún S. Gísladóttir – Síðustu dagar Sæunnar

Leikkona í aukahlutverki

Íris Tanja Flygenring – Samdrættir

Ebba Katrín Finnsdóttir – Ellen B.

Kristín Þóra Haraldsdóttir – Ex

Ásthildur Úa Sigurðardóttir – Macbeth

Þórey Birgisdóttir – Draumaþjófurinn

Leikmynd

Ilmur Stefánsdóttir – Draumaþjófurinn

Milla Clarke – Macbeth

Mirek Kaczmarek – Prinsessuleikarnir

Egill Sæbjörnsson – Á eigin vegum

Guðný Hrund Sigurðardóttir – Íslandsklukkan

Búningar

Alexía Rós Gylfadóttir og Tanja Huld Levý Guðmunsdóttir – Geigengeist

María Th. Ólafsdóttir – Draumaþjófurinn

Mirek Kaczmarek – Prinsessuleikarnir

Guðný Hrund Sigurðardóttir – Íslandsklukkan

Liucija Kvašytė – Macbeth

Lýsing

Kjartan Þórisson – Geigengeist

Pálmi Jónsson – Macbeth

Juliette Louste – Ég lifi enn – sönn saga

Björn Bergsteinn Guðmundsson og Petr Hloušek – Draumaþjófurinn

Mirek Kaczmarek – Prinsessuleikarnir

Tónlist

Gígja Jónsdóttir og Pétur Eggertsson – Geigengeist

Urður Hákonardóttir – Hringrás

Unnsteinn Manuel Stefánsson – Íslandsklukkan

Áskell Harðarson – Verk nr. 2.1

Kristjana Stefánsdóttir – Hvað sem þið viljið

Hljóðmynd

Unnsteinn Manuel Stefánsson – Íslandsklukkan

Urður Hákonardóttir – Hringrás

Þorbjörn Steingrímsson og Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson – Macbeth

Sigurður Ámundason, Óskar Þór Ámundason og Andri Björgvinsson – Hið ósagða

Gísli Galdur Þorgeirsson og Aron Þór Arnarsson – Ellen B.

Söngvari

Björgvin Franz Gíslason – Chicago

Hye–Youn Lee – Madama Butterfly

Valdimar Guðmundsson – Óbærilegur léttleiki knattspyrnunar

Björk Níelsdóttir – Þögnin

Margrét Eir – Chicago

Dansari

Þyri Huld Árnadóttir – Hringrás

Díana Rut Kristinsdóttir – Til hamingju með að vera mannleg

Katrín Vignisdóttir – Chicago

Embla Guðrúnar Ágústsdóttir – Góða ferð inn í gömul sár

Ernesto Camilo Aldazábal Valdes – Íslandsklukkan

Danshöfundur

Þyri Huld Árnadóttir – Hringrás

Gígja Jónsdóttir & Pétur Eggertsson – Geigengeist

Valgerður Rúnarsdóttir – Dansa, hvað er betra en að dansa

Dans og sviðshreyfingar

Lee Proud – Chicago

Lee Proud – Draumaþjófurinn

Sigríður Soffía Níelsdóttir og hópurinn – Til hamingju með að vera mannleg

Juliette Louste – Ég lifi enn – sönn saga

Unnur Elísabet Gunnarsdóttir – Them

Sproti ársins:

Tímaritið Dunce

Tóma rýmið

Grasrótarstarf óperulistamanna






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.