Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Dúxaði í FG eins og mamma og pabbi

Agnes Ómarsdóttir útskrifaðist af náttúrufræðibraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ um helgina og varð dúx með ágætiseinkunnina 9,8. Henni kippir greinilega í kynið enda dúxuðu báðir foreldrar hennar við sama skóla á sínum tíma.

Vaknaði við inn­brots­þjófa inni á heimilinu

Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á milli klukkan 05 og 17 í dag. Á sjötta tímanum í morgun var til að mynda tilkynnt um innbrot í heimahús í Breiðholti. Tveir innbrotsþjófar flúðu vettvang þegar þeir urðu varir við húsráðanda.

„Vonandi er þetta síðasti dagurinn með svona skítviðri“

Von er á vonskuveðri víða um land á morgun og gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Norðurland, Vestfirði og Breiðafjörð. Veðurfræðingur segist vonast til þess að morgundagurinn verði síðastur í röð illviðrisdaga.

Mikið viðbragð eftir að ekið var utan í götuvita

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli vegna umferðarslyss á ellefta tímanum í kvöld. Þegar slökkviliðsmenn og sjúkraflutningarmenn bar að vettvangi reyndist aðeins hafa verið ekið laust á götuvita.

Sigur Erdogans stað­festur

Recep Tayyip Erdogan var í dag endurkjörinn forseti Tyrklands. Hann verður forseti í fimm ár til viðbótar og mun þá hafa verið í embætti í aldarfjórðung. Hann hafði betur gegn mótframbjóðandanum Kemel Kilicdaroglu í seinni umferð forsetakosninga.

Náðu sam­komu­lagi til að forða Banda­ríkjunum frá greiðslu­þroti

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafa náð samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna eftir stífar samningaviðræður undanfarið. Verði samningur þeirra ekki samþykktur af báðum deildum þingsins fara Bandaríkin í greiðsluþrot eftir rúma viku.

Sjá meira