Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Gylfi geti sótt bætur vilji hann það

Hæstaréttarlögmaður segir að Gylfi Þór Sigurðsson geti að öllum líkindum fengið skaðabætur úr hendi breska ríkisins nú þegar hann er laus allra mála þar í landi. 

Símon Orri stýrir sölu smart­bíla

Símon Orri Sævarsson hefur verið ráðinn til Bílaumboðsins Öskju. Símon mun gegna starfi sölustjóra smartbíla og Mercedes-Benz sendibíla. Bílaframleiðandinn Smart býður upp á rafknúna bíla og er nýjasta viðbótin í vöruframboði Öskju.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson verður ekki ákærður fyrir kynferðisbrot og er laus allra mála. Lögreglan í Manchester staðfesti þetta við fréttastofu fyrr í dag en Gylfi var handtekinn fyrir tæpum tveimur árum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og ræðum við formann leikmannasamtaka Íslands í beinni.

Skera niður allt fé á öðrum bæ í Mið­firði

Við rannsókn á sýnum úr kindum sem keyptar voru af bænum Bergstöðum í Miðfirði, þar sem riða greindist á dögunum, greindist ein kind á bænum Syðri-Urriðaá með riðu. Allt fé á bænum verður skorið niður.

„Ég er mjög stoltur af því að vera ég og með mína for­tíð“

Fyrir þrettán árum síðan sigraði tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Söngvakeppni framhaldsskólanna ásamt Júlí Heiðari með laginu Komdu til baka. Þeir félagarnir gáfu út nýtt lag á dögunum og Kristmundur ætlar sér stóra hluti í tónlistinni eftir nokkurra ára fjarveru.

Óska eftir að leiðinni verði lokað eftir að stígar fóru að gefa sig

Bæjaryfirvöld í Hveragerði hafa óskað eftir að hinni vinsælu gönguleið í Reykjadal verði lokað þar til annað verði ákveðið vegna mikillar rigningar og aurburðar á svæðinu. Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott á gönguleiðinni og að göngustígar séu farnir að gefa sig.

Stétta­bar­átta, skipu­lags­mál og mold

Stefán Ólafssson prófessor emeritus við HÍ er fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á páskadag. Hann ætlar að fjalla um nýja bók sína, Baráttan um bjargirnar, sem setur stjórnmál og stéttabaráttu í forgrunn þróunar íslensks samfélags síðustu hundrað árin.

Sjá meira