Gylfi geti sótt bætur vilji hann það Árni Sæberg skrifar 14. apríl 2023 19:01 Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður mætti í Reykjavík síðdegis í dag til þess að ræða vendingar í máli Gylfa Þórs. Vísir/Vilhelm Hæstaréttarlögmaður segir að Gylfi Þór Sigurðsson geti að öllum líkindum fengið skaðabætur úr hendi breska ríkisins nú þegar hann er laus allra mála þar í landi. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður og Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, voru gestir í Reykjavík síðdegis í dag. Þeir ræddu mál Gylfa Þórs, en í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna gruns um kynferðistbrot og að hann væri nú laus allra mála í Bretandi. Hann hefur verið til rannsóknar þar í landi í tæplega tvö ár. Vilhjálmur segir að tíðindi dagsins marki lögfræðileg málalok máls Gylfa Þórs. „Hann hefur auðvitað þurft að þola þetta í allan þennan tíma og ég held að enginn geti sett sig í þau spor nema hann hafi upplifað það sjálfur, það sem Gylfi hefur þurft að ganga í gegnum. En nú liggur niðurstaðan fyrir. Hann er saklaus af þessum ásökunum, lífið getur haldið áfram og ég bara vona að hann nái fyrri takti,“ segir Vilhjálmur. Ekki víst að Gylfi vilji sækja bætur Vilhjálmur segir að Gylfi Þór hljóti að taka það til skoðunar að leita réttar síns vegna málsins en að það sé ekki víst að hann hafi áhuga á því. „Hugsanlega kann það að vera þannig að honum finnist hann bara varið nægum tíma í þessum svipugöngum og vilji bara að setja punktinn. Það er auðvitað eitthvað sem hann þarf að taka ákvörðun um í samráði við sína lögmenn í Englandi.“ Þá segir hann að hefði mál Gylfa komið upp hér á landi og hann hefði þurft að sæta farbanni með þeim hætti sem hann gerði á Englandi, ætti hann skýran og ótvíræðan bótarétt og myndi fá dæmdar bætur. Ekki óþekktur málsmeðferðartími hér á landi Mikla athygli hefur vakið hversu langan tíma tók að rannsaka mál Gylfa Þórs en hann var fyrst handtekinn sumarið 2021. Vilhjálmur segir þó að slíkur málsmeðferðartími sé ekki óþekktur í sams konar málum hér á landi. „Því miður þá höfum við Íslendingar ekki úr háum söðli að detta hvað þetta varðar.“ Hann þekki dæmi þess úr íslenskri réttarsögu að menn sæti farbanni jafnvel lengur en Gylfi sætti farbanni. Þá séu dæmi um það að fólk hafi haft réttarstöðu sakbornings í heilan áratug í hrunmálunum svokölluðu. „Því miður þá var þetta bara með þessum hætti, ég þekki ekki aðstæður nákvæmlega í þessu tilviki en við Íslendingar, við getum ekkert endilega sagt að Englendingar séu með allt niður um sig í þessum efnum því að þetta þekkist á Íslandi líka,“ segir Vilhjálmur. Mikilvægt að fólk dæmi ekki fyrir fram Þá segir Vilhjálmur mikilvægt sé að draga lærdóm af máli Gylfa. „Þetta er auðvitað hörmulegt og ég held að við þurfum að draga lærdóm af þessu máli, af því að mikið hefur verið sagt um þá aðila sem eru í slíkri stöðu, að í guðanna bænum ekki dæma fólk ekki fyrir fram þegar síðan kemur í ljós, eins og í tilviki Gylfi, að hann er saklaus,“ segir Vilhjálmur. Það rýmar við aðsenda grein eftir Vilhjálm sem birtist hér á Vísi þar sem hann gerði samspil tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífsins. Greinina, sem er ein sú stysta sem birt hefur verið á Vísi, má lesa hér að neðan: Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Fótbolti Bretland Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport „Holan var of djúp“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Sjá meira
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður og Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, voru gestir í Reykjavík síðdegis í dag. Þeir ræddu mál Gylfa Þórs, en í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna gruns um kynferðistbrot og að hann væri nú laus allra mála í Bretandi. Hann hefur verið til rannsóknar þar í landi í tæplega tvö ár. Vilhjálmur segir að tíðindi dagsins marki lögfræðileg málalok máls Gylfa Þórs. „Hann hefur auðvitað þurft að þola þetta í allan þennan tíma og ég held að enginn geti sett sig í þau spor nema hann hafi upplifað það sjálfur, það sem Gylfi hefur þurft að ganga í gegnum. En nú liggur niðurstaðan fyrir. Hann er saklaus af þessum ásökunum, lífið getur haldið áfram og ég bara vona að hann nái fyrri takti,“ segir Vilhjálmur. Ekki víst að Gylfi vilji sækja bætur Vilhjálmur segir að Gylfi Þór hljóti að taka það til skoðunar að leita réttar síns vegna málsins en að það sé ekki víst að hann hafi áhuga á því. „Hugsanlega kann það að vera þannig að honum finnist hann bara varið nægum tíma í þessum svipugöngum og vilji bara að setja punktinn. Það er auðvitað eitthvað sem hann þarf að taka ákvörðun um í samráði við sína lögmenn í Englandi.“ Þá segir hann að hefði mál Gylfa komið upp hér á landi og hann hefði þurft að sæta farbanni með þeim hætti sem hann gerði á Englandi, ætti hann skýran og ótvíræðan bótarétt og myndi fá dæmdar bætur. Ekki óþekktur málsmeðferðartími hér á landi Mikla athygli hefur vakið hversu langan tíma tók að rannsaka mál Gylfa Þórs en hann var fyrst handtekinn sumarið 2021. Vilhjálmur segir þó að slíkur málsmeðferðartími sé ekki óþekktur í sams konar málum hér á landi. „Því miður þá höfum við Íslendingar ekki úr háum söðli að detta hvað þetta varðar.“ Hann þekki dæmi þess úr íslenskri réttarsögu að menn sæti farbanni jafnvel lengur en Gylfi sætti farbanni. Þá séu dæmi um það að fólk hafi haft réttarstöðu sakbornings í heilan áratug í hrunmálunum svokölluðu. „Því miður þá var þetta bara með þessum hætti, ég þekki ekki aðstæður nákvæmlega í þessu tilviki en við Íslendingar, við getum ekkert endilega sagt að Englendingar séu með allt niður um sig í þessum efnum því að þetta þekkist á Íslandi líka,“ segir Vilhjálmur. Mikilvægt að fólk dæmi ekki fyrir fram Þá segir Vilhjálmur mikilvægt sé að draga lærdóm af máli Gylfa. „Þetta er auðvitað hörmulegt og ég held að við þurfum að draga lærdóm af þessu máli, af því að mikið hefur verið sagt um þá aðila sem eru í slíkri stöðu, að í guðanna bænum ekki dæma fólk ekki fyrir fram þegar síðan kemur í ljós, eins og í tilviki Gylfi, að hann er saklaus,“ segir Vilhjálmur. Það rýmar við aðsenda grein eftir Vilhjálm sem birtist hér á Vísi þar sem hann gerði samspil tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífsins. Greinina, sem er ein sú stysta sem birt hefur verið á Vísi, má lesa hér að neðan:
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Fótbolti Bretland Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport „Holan var of djúp“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Sjá meira