Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Enn ein lægðin nálgast landið

Ört dýpkandi lægð nálgast landið úr suðvestri. Spár gera ráð fyrir að miðja lægðarinnar verði yfir Þorlákshöfn upp úr hádegi, en fari síðan í aust-norð-austur til Austfjarða. Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Suðausturland og Austfirði.

Von er á tilkynningu á sjötta tímanum

Von er á tilkynningu frá settum ríkissáttasemjara varðandi samningaviðræður Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri SA er aftur kominn á kreik og hefur tekið þátt í fundarhöldum dagsins.

Engar eignir fundust í þrota­búi 24 miðla

Skiptum er lokið á þrotabúi 24 miðla ehf., sem hélt um skamma hríð úti fréttavefnum 24 - þínar fréttir. Engar eignir fundust upp í ríflega níu milljóna króna kröfur.

Ekkert fékkst upp í 228 milljóna króna kröfur

Skiptum er lokið á þrotabúi JL Holding ehf.. Lýstar kröfur í búið námu rétt tæplega 228 milljónum króna en ekkert fékkst upp í þær. Félagið var í eigu Margrétar Ásgeirsdóttur fjárfestis og var stofnað utan um hótelrekstur í JL-húsinu við Hringbraut.

Norður-Kóreu­menn skutu eld­flaug inn í loft­helgi Japana

Norður-Kóreumenn skutu langdrægri eldflaug í hafið við Vesturströnd Japans í morgun. Í gær vöruðu þeir nágranna sína til Suðurs og Bandaríkjamenn við því að þeir myndu bregðast harkalega við æfingum herja þjóðanna tveggja á næstu dögum.

Atsu fannst látinn í rústum

Ganverski knattspyrnumaðurinn Christian Atsu hefur fundist látinn í rústum heimilis síns í Tyrklandi. Hans hafði verið saknað frá því að jarðskjálfti skók stóran hluta Tyrklands og Sýrlands þann 6. febrúar síðastliðinn. 

Hæglætisveður framan af en lægð á morgun

Fremur hægri breytilegri átt og bjartviðri er spáð í dag víðast hvar en lítilsháttar éli á norðanverðu landinu fram yfir hádegi. Þó má gera ráð fyrir vaxandi suðaustanátt sunnan- og vestanlands síðdegis, tíu til fimmtán metrum á sekúndu undir kvöld með snjókomu eða slyddu af og til. Á morgun er gert ráð fyrir því að lægðarmiðja gangi yfir hluta landsins.

Tala látinna komin í 45 þúsund

Tala látinna eftir jarðskjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi er komin í 45 þúsund og óttast er að hún hækki. 264 þúsund íbúðarhús hrundu í Tyrklandi en síðast í gær var þremur bjargað úr rústum þar í landi. Stríðsátök eru hafin á ný í Sýrlandi, sem hamlar björgunarstarfi.

Fór húsa­villt og kallað var til lög­reglu

Í nótt var tilkynnt um mann sem var að reynast komast inn í hús í umdæmi lögreglustöðvar tvö. Fljótlega kom í ljós að maðurinn hafði einfaldlega farið húsavillt.

Sjá meira