Viðskipti innlent

Ekkert fékkst upp í 228 milljóna króna kröfur

Árni Sæberg skrifar
JL húsið var byggt árið 1948 sem vörugeymsla og skrifstofuhús.
JL húsið var byggt árið 1948 sem vörugeymsla og skrifstofuhús. Vísir/Vilhelm

Skiptum er lokið á þrotabúi JL Holding ehf.. Lýstar kröfur í búið námu rétt tæplega 228 milljónum króna en ekkert fékkst upp í þær. Félagið var í eigu Margrétar Ásgeirsdóttur fjárfestis og var stofnað utan um hótelrekstur í JL-húsinu við Hringbraut.

Búið var tekið til gjaldþrotaskipta um miðjan nóvember árið 2022 og því skipaður skiptastjóri. Sá var ekki lengi að komast að þeirri niðurstöðu að engar eignir væru í búinu. Því var skiptum lokið þann 14. febrúar án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur.

Félagið var stofnað af Margréti ásamt bræðrunum Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum, meðal annarra. Árið 2018 var Oddsson, hótelinu sem rekið var af félaginu, lokað.

Margrét jók hægt og stöðugt við eignarhlut sinn í félaginu og átti undir lokin sjötíu prósent hlut í því, að því er segir í frétt DV, sem greindi fyrst frá lokum gjaldþrotaskipta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×