Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Landsvirkjun hefur samið við þýska vindmylluframleiðandann Enercon um kaup, uppsetningu og rekstur á 28 vindmyllum sem settar verða upp í Búrfellslundi við Vaðöldu. Vindmyllurnar 28 kosta tuttugu milljarða króna. 28.11.2024 10:46
Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Fyrstu skóflustungurnar að nýju vinnsluhúsi landeldisfyrirtækisins First Water voru teknar á Laxabraut 19 í Þorlákshöfn í fyrradag. Þegar vinnsluhúsið rís verður það eitt stærsta vinnsluhús landsins, alls 30.500 fermetrar. 28.11.2024 10:27
Steyptu fyrsta gullmolann Íslenska námafyrirtækið Amaroq hefur tilkynnt að fyrsta framleiðsla og steypun á gulli hafi átt sér stað í Nalunaq gullnámu félagsins í Suður-Grænlandi. 28.11.2024 09:55
Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Vefur Morgunblaðsins, Mbl.is, hefur legið niðri í morgunsárið. Að sögn fréttastjóra er um tæknilega örðugleika að ræða en ekki aðra netárás. 28.11.2024 09:33
Verðbólgan komin undir fimm prósent Verðbólga mælist nú 4,8 prósent og hefur ekki verið minni síðan í október árið 2021. Hún hjaðnar um 0,3 prósentustig milli mánaða. 28.11.2024 09:05
Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Hagar hafa undirritað endanlegan kaupsamning vegna kaupa á færeyska verslanarisanum P/F SMS. Félagið rekur átta Bónusverslanir í Færeyjum, fjórar smærri verslanir í Þórshöfn undir nafninu Mylnan og stórverslunina Miklagarður í Þórshöfn. 27.11.2024 16:59
Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Hæstiréttur hefur skorið á hnútinn í deilu Lífeyrissjóðs Verslunarmanna og sjóðfélaga vegna meintrar eignafærslu milli kynslóða, með mismikilli lækkun mánaðarlegra greiðslna eftir aldri. Eignafærslan er lögmæt. 27.11.2024 14:02
Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Greiningardeild Ríkislögreglustjóra hefur lokið skoðun sinni á máli Gunnars Bergmanns Jónssonar, sem varðar leynilegar upptökur á Edition-hótelinu. Niðurstaðan er sú að ekki sé grundvöllur til að opna formlega rannsókn á málinu. 27.11.2024 13:34
Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Síminn hefur veitt forstjóra og tveimur framkvæmdastjórum kauprétt að samtals 22.500.000 hlutum í félaginu. Kaupréttur er veittur á hlutabréfum á grunnverðinu 12,31 króna á hlut, sem gerir grunnkaupverðið alls um 277 milljónir króna. Forstjóri fær helming kaupréttarins. 27.11.2024 11:53
Helena til Íslandssjóða Helena Guðjónsdóttir hefur verið ráðin til að leiða viðskiptaþróun og sjálfbærni fyrir Íslandssjóði. 27.11.2024 11:00