Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hollenska marka­vélin semur við Manchester City

Hollenski framherjinn Vivianne Miedema er orðin leikmaður Manchester City og skrifar hún undir þriggja ára samning við félagið. Tíðindi sem staðfesta að Miedema verður áfram í ensku ofurdeildinni en hún var áður á mála hjá Arsenal.

Erna Sól­ey keppir á Ólympíu­leikunum í París

Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari, hefur fengið boð um þátttöku á Ólympíuleikunum í París í sumar en Alþjóðaólympíunefndin staðfesti svo í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands núna í morgun.

Andrea svekkir sig ekki á mann­legum mis­tökum

Þeir hlauparar sem tóku þátt í Ár­manns­hlaupinu í fyrradag munu ekki fá af­rek sín skráð í af­reka­skrá Frjáls­í­þrótta­sam­bands Ís­lands. Í til­kynningu segir að hlaupa­leiðin teljist of stutt en fimm­tíu og átta metra vantaði upp á metrana tíu þúsund sem hlaupararnir áttu að hlaupa. Ein þeirra sem þreytti hlaupið í fyrradag er Andrea Kol­beins­dóttir sem tryggði sér Ís­lands­meistara­titilinn í greininni með því að koma fyrst í mark í kvennaflokki.

Semja við Belling­ham For­múlu 1 heimsins

Breski ökuþórinn Oliver Bearman hefur skrifað undir nokkurra ára samning við Formúlu 1 lið Haas og mun hann vera einn af aðalökumönnum liðsins frá og með næsta tímabili. Bearman þykir eitt mesta efni mótorsportheimsins um þessar mundir. 

Verður á­fram hjá Manchester United

Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag hefur skrifað undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United sem gildir út tímabilið 2026. Frá þessu greinir Manchester United í yfirlýsingu.

„Miklar til­­finninga­­sveiflur sem tóku við“

Elín Klara Þor­kels­dóttir var valin í úr­vals­lið HM í hand­bolta fyrst ís­lenskra kvenna á dögunum eftir frá­bæra frammi­stöðu með undir tuttugu ára lands­liði Ís­lands sem náði besta árangri ís­lensks kvenna­lands­liðs á stórmóti með því að tryggja sér sjöunda sæti mótsins. Elín segir kjarnann sem myndaði lið Ís­lands á mótinu ein­stakan. Per­sónu­leg frammi­staða Elínar, sem er leik­maður Hauka, á HM mun án efa varpa kast­ljósinu á hana. Elín er hins vegar ekki á leið út í at­vinnu­mennsku alveg strax.

Ís­­lendingar mættu stundum hugsa sinn gang

Enn þann dag í dag er Guð­mundi Guð­munds­syni þakkað fyrir Ólympíugullið sem hann vann með danska lands­liðinu í hand­bolta árið 2016. Hann segir Ís­lendinga hins vegar, marga hverja, fljóta að gleyma.

Sjá meira