Siggi Raggi tvisvar farið á fund KR: „Þetta starf heillar“ Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur í tvígang rætt við forráðamenn knattspyrnudeildar KR varðandi þjálfarastöðuna hjá karlaliði félagsins sem nú er á lausu. Sigurður Ragnar er mikill KR-ingur, ber taugar til félagsins og er á þeirri skoðun að það eigi að ráða KR-ing í þjálfarastöðuna. Félagið geti hins vegar ekki beðið lengi eftir því að ráða inn nýjan þjálfara. 16.10.2023 11:36
Tugir leikmanna grunaðir um brot á veðmálareglum Tugir leikmanna í ítölsku úrvalsdeildinni gætu verið flæktir í nýjasta skandallinn er skekur deildina sökum gruns um að leikmenn hafi brotið veðmálareglur. 13.10.2023 16:46
FBI-maður sem yfirheyrði Saddam Hussein fer fyrir nýju lyfjaeftirliti UFC Nú er orðið ljóst hvaða leið UFC ætlar að fara þegar kemur að lyfjaprófun bardagakappa sinna en eins og frægt er orðið slitnaði upp úr samstarfi samtakanna við bandaríska lyfjaeftirlitið. Maður sem er best þekktur fyrir að hafa yfirheyrt Saddam Hussein, mun hafa yfirumsjón með þessu nýja lyfjaeftirliti UFC. 13.10.2023 14:01
Vilja hefna í kvöld: „Frammistaða okkar þarf að vera í takt við markmiðin“ Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tekur á móti Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli í kvöld. Åge Hareide, þjálfari Íslands, telur þá leikmenn sem sneru aftur í leikmannahóp liðsins fyrir yfirstandandi verkefni gefa liðinu forskot í leiknum gegn Lúxemborg í kvöld. 13.10.2023 10:31
Newcastle vill uppalinn leikmann Arsenal sem hefur fengið fá tækifæri Newcastle United hefur áhuga á að fá miðjumanninn Emile Smith-Rowe, uppalinn leikmann Arsenal til liðs við sig en sá hefur ekki séð margar mínútur inn á vellinum með Skyttunum á yfirstandandi tímabili. 12.10.2023 17:00
Leikmenn mæti dýrvitlausir til leiks: „Ætlum að hefna okkar“ Kolbeinn Finnsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir leikmenn liðsins mæta dýrvitlausa til leiks gegn Lúxemborg á morgun í undankeppni EM. Þeir vilji hefna fyrir ófarirnar í fyrri leik liðanna. 12.10.2023 16:31
Gunnar íhugar framtíð sína hjá UFC sem slítur samstarfi sínu við USADA Óvíst er hvað íslenski UFC bardagakappinn Gunnar Nelson mun gera ef fyrirhuguð endalok á samstarfi UFC við bandaríska lyfjaeftirlitið raungerast. Þetta segir Haraldur Nelson, faðir hans og umboðsmaður en mikil óvissa er uppi varðandi það hvernig og yfir höfuð hvort UFC muni halda áfram að láta lyfjaprófa sína bardagamenn frá og með 1. janúar á næsta ári. 12.10.2023 14:31
Ecclestone játaði sök í skattsvikamáli í dómssal í morgun Bernie Ecclestone, fyrrum eigandi Formúlu 1 mótaraðarinnar, hefur játað sök í skattsvika máli sem höfðað var gegn honum eftir að upp komst að hann hefði haldið 400 milljónum punda leyndum fyrir breskum stjórnvöldum í sjóði í Singapúr. 12.10.2023 11:30
Líf fótboltamannsins sé ekkert eðlilegt: „Annað hvort ertu snillingur eða hálfviti“ Alfreð Finnbogason, einn af reyndari leikmönnum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir mikilvægt fyrir yngri leikmenn liðsins að hafa reyndari leikmenn sér við hlið. Blandan í íslenska landsliðshópnum núna sé mjög góð hvað þetta varðar. 12.10.2023 10:30
Landsliðsþjálfarinn svarar fyrir gagnrýni á spilamennsku liðsins Spilamennska íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í undanförnum leikjum hefur sætt mikilli gagnrýni. Þrátt fyrir sigur gegn Wales í síðasta verkefni var ýmislegt í leik íslenska liðsins sem hefði mátt fara betur. Þá var frammistaðan á útivelli gegn Þjóðverjum í 4-0 tapi alls ekki sannfærandi. 12.10.2023 10:13