Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Hæstiréttur Frakklands staðfesti í dag þriggja ára fangelsisdóm fyrir forsetanum fyrrverandi, Nicolas Sarkozy. Tvö ár skulu vera skilorðsbundin en hann mun geta afplánað það þriðja með því að bera ökklaband. 18.12.2024 14:20
Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Reykjavíkurborg hefur gert þjónustusamning við Sporið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiðinni og á Rauðavatni í vetur. 18.12.2024 13:33
Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri (SVEIT), segir verkalýðsfélagið Eflingu líklega hafa sett Íslandsmet í óhróðri vegna orða um samtökin í gær. 18.12.2024 12:43
Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Stríðsrekstur Ísraela á Gasa og víðar fyrir botni Miðjarðarhafs leiddi til mikilla mótmæla þegar Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fór fram í Malmö í Svíþjóð í maí síðastliðinn. Nú er hugsanlegt að Ísrael verði meinuð þátttaka í keppninni, þó af allt annarri ástæðu. 18.12.2024 08:38
Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Við Skotland er nú öflug og dýpkandi lægð á norðausturleið, sem veldur stífri norðan- og norðvestanátt hér á landi í dag og hvössum vindstrengjum undir Vatnajökli. 18.12.2024 07:15
Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Þrjú teymi hafa verið valin til þátttöku í samkeppnisútboði um hönnun og byggingu nýrrar Þjóðarhallar fyrir innanhússíþróttir í Laugardal í Reykjavík. 17.12.2024 14:31
Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Ekki verður hafist handa við endurbætur á innilaug Sundhallar Reykjavíkur fyrr en í fyrsta lagi árið 2031. Upphaflega stóð til að endurbætur hæfust vorið 2023 og átti þeim að vera lokið 2025. 17.12.2024 14:16
Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Tvær nýjar rannsóknir vísindamanna við Háskólann í Suður-Danmörku (d. Syddansk Universitet) í Óðinsvéum benda til að mögulega séu auknar líkur á að þeir sem notist við þyngdarstjórnunarlyfið Ozempic þrói með sér sjaldgæfan augnsjúkdóm, Naion. 17.12.2024 07:51
Köldu éljalofti beint til landsins Milli Íslands og Grænlands er nú hægfara lægð sem beinir köldu éljalofti yfir vestanvert landið. Það mun þó draga heldur úr éljagangi í kvöld. 17.12.2024 07:12
Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Ingveldur Gísladóttir, Björgvin Arnar Björgvinsson og Gísli Þorsteinsson hafa tekið við starfi forstöðumanna hjá OK. 16.12.2024 09:06