Fréttamaður

Auðun Georg Ólafsson

Auðun Georg er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Loka­æfing fyrir al­myrkva

Deildarmyrkvi á sólu mun sjást vel um allt land í fyrramálið. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir undirbúning vera að hefjast fyrir almyrkvann sem verður í ágúst á næsta ári. Þá muni landið væntanlega fyllast af túristum og álag aukast á innviði.

Biður til Guðs að Banda­ríkin gefi ekki eftir

Stjórnvöld í Moskvu hafa sagt að vopnahléið á Svartahafi sem tilkynnt var á þriðjudag myndi aðeins hefjast þegar vestrænum hömlum á flutningi matvæla og áburðar frá Rússland hefði verið aflétt auk annarra skilyrða. Vólodímír Selenskí, forseti Úkraínu, ákallaði æðri máttarvöld í morgun og vonaði að Bandaríkin létu ekki undan þrýstingi Rússlands.

Hvert og eitt sveitar­fé­lag á­kveður laun sinna bæjar­stjóra

Jón Björn Hákonarson, nýkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir sveitarfélögin í landinu vera sjálfstæð stjórnvöld. Það sé þess vegna á þeirra borði að ákveða launakjör sinna bæjarstjóra. 

Fólk ekki fas­istar þó það eigi Teslu

Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir mótmæli sem hún tók þátt í fyrir framan umboð Tesla í Vatnagörðum um helgina ekki beinast gegn eigendum Teslu bíla eða starfsfólki fyrirtækisins heldur Elon Musk, stærsta eigenda þess. 

Skjálftar á Reykja­nesi ekkert til að kippa sér upp við

Steinunn Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir skjálftana í Krýsuvík sem urðu um klukkan níu í morgun ekki endilega tengjast atburðarrásinni við Sundhnúkagígaröðina. Sjö jarðskjálftar mældust í morgun norðvestur af Krýsuvík. Sá stærsti var 0,9 stig að stærð. Svæðið er mjög virkt en ekki endilega meira núna en venjulega, að sögn Steinunnar.

Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir for­eldra

„Stærsti vandi leikskólanna í dag er skortur á leikskólakennurum. Og hvernig ætla einkafyrirtækin að fá leikskólakennara? Þau ætla að hækka launin þeirra. Er þetta ekki sama fólk og kvartar yfir því oft á tíðum ef laun kennara eru hækkuð,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Slæm staða einka­rekinna fjöl­miðla kom á ó­vart

„Þegar við byrjuðum að skoða þetta óraði okkur fyrir að fækkun starfsmanna væri svona mikil hjá einkareknum fjölmiðlum. Í rauninni er umhverfið orðið þannig að ríkismiðillinn er með 27 prósent markaðshlutdeild á Íslandi á meðan hlutdeildin er 10 prósent á öðrum Norðurlöndum. Þannig að við erum komin með fjölmiðlaumhverfi sem að okkar mati er óheilbrigt,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. 

Markaðir bregðast illa við tolla­hækkunum Trump

Viðbúið er að ákvörðun Donald Trump, Bandaríkjaforseta um hækkaða tolla gagnvart Kína, Mexíkó og Kanada muni skekja markaði um allan heim. Hlutabréfavísitölur í Asíu lækkuðu í dag eftir lækkanir vestanhafs í gær.