Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað „Þetta er auðvitað svakalegt áfall. Þetta gerðist allt svo hratt og allt í einu stóð maður uppi nánast allslaus,“ segir Ellert Grétarsson ljósmyndari sem missti heimili sitt í bruna fyrir tveimur árum. Ástæða brunans var sú að kveikt var á fjöltengi inni í stofunni. 23.11.2024 08:05
„Það var reitt hátt til höggs“ Það hefði líklega fáa grunað að uppbygging á gömlum bragga í Nauthólsvík yrði eitt stærsta fréttamál ársins 2018. Uppbyggingin á bragganum fór tæpar 260 milljónir fram úr kostnaðaráætlun sem gerð hafði verið og það sauð upp úr þegar í ljós kom að flutt höfðu verið inn sérstök „höfundarréttarvarin“ strá frá Danmörku á 757 þúsund krónur til þess að gróðursetja fyrir utan braggann. 20.11.2024 07:02
Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir „Kulnun er andstyggileg. Hún læðist upp að þér, dulbýr sig til dæmis sem „bara stress“ eða „smá lægð“ og áður en þú veist af ertu í sjálfheldu. Það er erfitt að bera kennsl á hana því hún hefur svo margar birtingarmyndir. Fyrir sumum er hún andleg uppgjöf, fyrir öðrum síþreyta eða jafnvel kvíðaköst og þunglyndi. Hvernig sem hún birtist þá er hún raunveruleg og verðskuldar athygli, “ segir Styrmir Barkarson. Hann talar af reynslu. Hann upplifði alvarlega kulnun í starfi og er enn í dag að kljást við afleiðingarnar. 17.11.2024 10:10
„Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Ragnheiður Lárusdóttir hefur undanfarin tíu ár horft upp á dóttur sína hverfa inn í heim fíkniefna og sér ekki fyrir endann á baráttunni, þvert á móti. Hún kýs að tala opinskátt um vandann og sækir huggun í þá staðreynd að önnur börn hennar hafa spjarað sig vel í lífinu. Hún sé ekki verri uppalandi en það. Í nýrri ljóðabók fjallar hún um óttann, örvæntinguna og sorgina en einnig vonina og ástina sem aldrei deyr. 16.11.2024 09:01
Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns „Kannski er það klisjukennt að segja að einhver sé staddur í slæmri bíómynd, en við vorum bara virkilega þar. Þetta var ekkert tengt okkar lífi, eitt né neitt af þessu,“ segir Guðrún Hulda Birgis, systir Einars Arnar Birgis sem ráðinn var bani af Atla Helgasyni í Öskjuhlíð árið 2000. 12.11.2024 15:02
Dó fjórum árum eftir að hún hvarf „Þar sem að hún gat ekkert tjáð sig þá vissum við ekkert hvað væri að gerast í höfðinu á henni. En stundum horfði hún í augun á mér og grét og ég vissi að hún vildi deyja,“ segir Áslaug Dröfn Sigurðardóttir en móðir hennar lést vegna framheilabilunar í nóvember árið 2019. 10.11.2024 10:46
Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lovísa Falsdóttir og eiginmaður hennar, Gunnar Þorsteinsson létu slag standa fyrir þremur og hálfu ári og fluttust búferlum til New York, í miðjum heimsfaraldri og með tvö ung börn. Flutningarnir út gengu svo sannarlega ekki snuðrulaust fyrir sig en í dag hefur fjölskyldan komið sér vel fyrir vestanhafs. Lovísa birtir reglulega myndskeið á TikTok þar sem hún veitir innsýn í daglegt líf fjölskyldunnar í bandarísku stórborginni. 9.11.2024 09:19
Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við „Viðmót flugmálayfirvalda olli okkur verulegum vonbrigðum. Kannski eru þetta mannleg viðbrögð. En þetta sýnir að þetta getur rist djúpt, að einhverjir almennir borgarar geti farið að veita kerfinu aðhald, spyrja spurninga og efast um vinnubrögð þeirra,“ segir Friðrik Þór Guðmundsson. 5.11.2024 10:01
Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Það eru ekki margir sem státa af þeirri reynslu að hafa dáið og komið aftur til lífs. Og það eru líklega enn færri sem geta sagt að þeir gangi bókstaflega fyrir rafhlöðum. Þorvaldur Sigurbjörn Helgason er einn af þeim. 2.11.2024 08:02
Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra „Hann var hress og skemmtilegur og öllum fannst hann svo æðislegur. Hann var mjög góður í að tala. Hann hefði getað selt ömmu sína, hefði hann reynt það,“ segir Sara Miller, fyrrverandi kærasta Jón Hilmars Hallgrímssonar, eða Jóns stóra, sem um tíma var einn þekktasti maður landsins. Þjóðþekktur glæpamaður, bæði umtalaður og umdeildur. 29.10.2024 14:47