Fréttamaður

Auður Ösp Guðmundsdóttir

Auður Ösp er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ein­stakar ljós­myndir frá tíunda ára­tugnum

Snemma á tíunda áratugnum bjó Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari í Súðavogi og var þar einnig með ljósmyndastúdíó. Í næsta húsi var hljóðverið Grjótnáman þar sem margar af þekktustu plötum íslenskrar tónlistarsögu voru teknar upp. Þar tók Bragi meðfylgjandi ljósmyndir þar sem sjá marga af ástsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar.

Heilaþveginn af því að peningar byggju til hamingjuna

Eyvindur Ágúst Runólfsson hafði lokið námi í lögfræði við Háskóla Íslands en fann á sér að hann var ekki á réttri hillu í lífinu. Röð atvika leiddi til þess að hann hóf störf sem aðstoðarmaður á bráðamóttöku Landspítalans og þar með var ekki aftur snúið. Í kjölfarið breytti Eyvindur algjörlega um kúrs, sagði skilið við lögfræðina og stefnir á að hefja nám í hjúkrunarfræði næsta haust.

„Ég held að þetta gleymist seint“

„Á mínum fimmtíu árum til sjós þá er þetta held ég mín mesta lífsreynsla, að lenda í þessu,“ segir Nikulás Halldórsson fyrrum skipstjóri á Goðafossi.

„Ég hefði aldrei haft hug­mynda­flug í að þetta gæti gerst“

„Svona „tension“ hafði maður aldrei heyrt af áður hér á landi; að menn óttuðust um líf sitt í hefndaraðgerðum, eftir að maður var tekinn af lífi fyrir utan heimili sitt. Þetta voru ekki slagsmál fyrir utan b5, eða einhver barningur niðri í bæ. Þetta var í rauninni eitthvað sem við sjáum bara í bíómyndum.“ 

„Sem kven­maður þá þarftu að sýna þig“

„Ég skil það svo vel að stelpur þori ekki að taka eitthvað svona auka skref eða auglýsa sig mikið í þessu. Það er eitthvað svo innbyggt í manni að maður eigi ekki að gera þetta. Þetta er „strákaleikur,“ segir 25 ára íslensk kona sem er reglulega að „streyma“ og spila tölvuleiki og hefur skapað sér gott orðspor innan íslenska tölvuleikjaiðnaðarins sem streymari á Twitch streymisveitunni.

„Heyrðu, hún er fundin“

Fanney Ýr Gunnlaugsdóttir var ungabarn þegar hún var ættleidd frá Sri Lanka. Eftir að hafa horft á sjónvarpsþættina Leitin að upprunanum kviknaði hjá henni löngun; hún vildi finna blóðmóður sína. Hana grunaði hins vegar aldrei að það ættu einungis eftir að líða tvær vikur þar til að móðir hennar kæmi í leitirnar. Atburðarásin var að mörgu leyti lygileg.

Gifti sig á Ís­landi og upp­götvaði gat á markaðnum

Hin bandaríska Ann Peters féll fyrir Íslandi í fyrstu heimsókn sinni til landsins árið 2010. Röð atvika leiddi til þess að hún settist að hér á landi og í dag rekur hún fyrirtæki sem sérhæfir sig í skipulagningu brúðkaupa fyrir erlenda ferðamenn.

Lítill loðnubátur flutti 440 manns í einni ferð

„Fyrst hélt ég að það væri að gjósa fyrir utan eyjuna og ég var bara að dást að þessu sköpunarverki, hvað það var fallegt. Þetta var náttúrulega ógnarfallegt og tilkomumikið. En svo þegar ég áttaði mig á að þetta var á eyjunni sjálfri, þá fór ég að skelfast. En í raun hafði maður ekki mikinn tíma til að hugsa um þetta, atburðarásin var svo hröð,“ segir Ragnheiður Einarsdóttir.

„Rétti tíminn er núna“

Hermann Helguson og Sigríður Guðbrandsdóttir létu langþráðan draum rætast fyrir fimm mánuðum og héldu af stað í átta mánaða reisu um Asíu. 

Lá milli heims og helju eftir mislingasmit

Sveinbjörn Bjarnason var á fimmtánda ári þegar hann smitaðist af mislingum. Þetta var árið 1959, tæpum aldarfjórðungi áður en byrjað var að bólusetja börn gegn mislingum hér á landi. Margir fengu mislinga án þess að bera skaða af.  Þannig var það ekki í tilfelli Sveinbjarnar. Mislingarnir kostuðu hann næstum lífið. 

Sjá meira