Fréttamaður

Auður Ösp Guðmundsdóttir

Auður Ösp er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Hann dó sem hetja“

Fjölskylda náinna systkina sem féllu frá með níu ára millibili ætla að sjá til þess að minning þeirra gleymist aldrei. Þau vonast til að geta hjálpað þeim sem lenda í áfalli á borð við það sem þau urðu fyrir fyrir áratug.

„Ég er að gera það sama og áður“

„Starfsemin er enn þá í gangi á Íslandi. Þetta er það sem ég hef valið mér að gera,“ segir Catalina Ncogo sem var umtalaðasta kona landsins árið 2009 og hristi rækilega upp í íslensku samfélagi.

Þegar Íslendingar fengu alvöru stórmarkað

Mikligarður spilar stórt hlutverk í þróun matvörumarkaðs á Íslandi en þegar verslunin opnaði í Holtagörðum í Sundahverfi árið 1983 var hún sú stærsta hér á landi, eða tæpir átta þúsund fermetrar. Þar var boðið var upp á ýmsar nýjungar sem ekki höfðu sést áður í verslunum á Íslandi.

Upp­lifun Ís­lendinga af sóló ferða­lögum: „Númer eitt, tvö og þrjú er bara frelsið“

„Maður lærir að vera sjálfstæður, það finnst mér alveg, maður lærir að bjarga sjálfum sér og það er alveg jákvætt að geta ekki reitt sig á neinn annan,“ segir Júlía, íslensk kona sem hefur á undanförnum árum ferðast mikið ein, bæði um Suðaustur-Asíu og Evrópu. Júlía nefnir að þegar maður er einn á ferðalagi þá kynnist maður sjálfum sér betur ásamt því að læra að bjarga sér.

„Við héldum satt að segja að þetta gæti ekki gerst í dag“

„Ég óska þess heitast að ég eigi aldrei í lífinu eftir að gera svo stór mistök í starfi eða daglegu amstri að það eigi eftir að kosta einhvern lífið. Hvað þá svona fallegt og saklaust barn,“ segir Sigurjón K. Guðmarsson. Einkadóttir hans, hin 22 ára gamla Jana Sif, lést í kjölfar hjartaaðgerðar í Svíþjóð síðastliðið vor. 

„Við­horf sveitar­fé­laga til mála­flokksins bitnar harka­lega á við­kvæmum hópi“

„Ekki verður betur séð en að farsæld fatlaðs barns hafi verið fyrir borð borin og fjölskyldu þess ekki greidd leið að samþættri og samfelldri þjónustu sem þjónustuveitanda og hlutaðeigandi sveitarfélögum ber að tryggja og veita samkvæmt lögunum,“ segir Þórdís Helgadóttir Thors lögfræðingur hjá Umhyggju-félags langveikra barna en félagið hefur lýst yfir þungum áhyggjum á stöðu frístundamála á höfuðborgarsvæðinu fyrir fötluð börn.

„Pabbi hans er í fangelsi og við bara tölum um það“

„Við tölum mjög opið um þetta enda ætla ég ekki að láta barnið mitt upplifa þetta sem skömm á nokkurn hátt. Pabbi er bara í fangelsi og svona er það og það er bara allt í lagi, ekkert leyndarmál eða feluleikur,“ segir María Dís Knudsen.

„Mín upplifun er sú að það var verið að refsa mér endalaust fyrir eitthvað sem ég gerði ekki“

Árið 2019 var Annþór Karlsson ásamt Berki Birgissyni sýknaður af ákæru um að hafa veitt samfanga sínum áverka í fangaklefa hans á Litla-Hrauni sem drógu hann til dauða. Samfanginn, Sigurður Hólm Sigurðsson lést með dularfullum hætti og án sýnilegra verka og neituðu þeir Börkur og Annþór sök frá upphafi. Málið er með þeim flóknari sem um getur í íslenskri réttarfarssögu, en það var til meðferðar hjá lögreglu og í réttarkerfinu í fjögur ár. 

„Líf fatlaðs barns er ekki einka­mál þess heldur er það líf allrar fjöl­skyldunnar”

„Þetta hefur afskaplega mikil áhrif á okkar daglega líf, því þá daga sem er ekki frístund þá förum við úr vinnu upp úr hádegi til að taka á móti honum kl. 14. Sonur okkar er með mikinn hegðunarvanda og yfirleitt fer hann í uppnám við þessa tilfærslu á umönnunaraðila. Þegar maður missir stjórn á barni með hegðunarvanda þá er dagurinn farinn í það, og við snúum ekki svo auðveldlega aftur til vinnu eftir þannig uppákomu,” segir Katrín Auðunardóttir, móðir 11 ára drengs í Klettaskóla. Sökum manneklu fá sonur hennar og skólafélagar hans einungis einn til tvo daga á viku í frístund í frístundaheimilinni Öskju.

Sjá meira