Sundlaugar áfram lokaðar á morgun Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun verður ekki hægt að opna sundlaugar Reykjavíkurborgar og Ylströnd í fyrramálið eins og vonir stóðu til. 19.12.2022 16:38
Um helmingur þolenda kynferðisbrota verða fyrir broti af hálfu ókunnugra Um tvö prósent Íslendinga 18 ára og eldri urðu fyrir kynferðisbroti árið 2021, og í yfir helmingi tilvika hafði einhver þeim ókunnugur beitt ofbeldinu. 19.12.2022 15:08
Sandra Sigrún afplánar 37 ára fangelsisdóm og fjölskylduna dreymir um framsal Sandra Sigrún Fenton hlaut árið 2013 fangelsisdóm upp á 37 ár vegna tveggja bankarána í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Þetta er þyngsti fangelsisdómur sem Íslendingur hefur hlotið fyrr og síðar. Þar sem reynslulausn hefur verið afnumin í ríkinu mun Sandra ekki losna út fyrr en á sjötugsaldri. 19.12.2022 14:07
Missti konuna sína og varð valdur að dauða annarrar á nokkrum vikum Snemma að morgni 25. nóvember 2021 fór Kristinn Eiðsson strætisvagnabílstjóri í vinnuna. Hann átti ekki von á því að nokkrum klukkustundum síðar myndi hann sitja í yfirheyrslu hjá lögreglu eftir að hafa orðið valdur að banaslysi. 18.12.2022 07:01
„Þetta er lífshættulegt ástand“ Heimilislaus karlmaður á Granda segir Reykjavíkurborg hafa ætlað að henda fólki út úr gistiskýli á Granda í snjóþungri og ískaldri borginni. Gistiskýli eru alla jafna lokuð á milli tíu og fimm á daginn. Reykjavíkurborg hafði þó opið í sólarhring í gær vegna kuldans og sagði að staðan yrði áfram metin. 17.12.2022 12:06
Þrjátíu bílar fastir á Grindavíkurvegi Verið er að kalla út allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og ræsa þar aðgerðarstjórn vegna þrjátíu bíla sem fastir eru á Grindavíkurvegi. 17.12.2022 11:29
Gular viðvaranir í gildi til hádegis Búist er við snjókomu sunnan- og vestanlands fram yfir hádegi. Gular viðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Breiðafirði og Suðurlandi gilda til hádegis. 17.12.2022 09:09
Netverjar missa sig yfir norðurljósadýrð: „Þetta er óraunverulegt“ „Ég leit út um gluggann og ég bara tapaði mér algjörlega. Þetta er held ég sturlaðasta norðurljósasýning sem ég hef séð,“ segir hin bandaríska Kyana Sue Powers í samtali við Vísi en á dögunum birti hún myndskeið af norðurljósadýrð í háloftunum sem vakið hefur gífurlega hrifningu netverja. 17.12.2022 08:49
Handtekinn vegna ofbeldis gagnvart opinberum starfsmanni Maður var handtekinn við veitingahús í miðborg Reykjavíkur um fjögurleytið í nótt. Maðurinn er grunaður um ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni og vörslu fíkniefna. 17.12.2022 08:38
Leigubílstjórar munu leggja niður störf á mánudag og þriðjudag Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra lýsir áhyggjum af þeirri stöðu sem upp kann að koma verði frumvarp um breytingu á lögum um leigubifreiðar, sem nú er til afgreiðslu hjá Alþingi, samþykkt óbreytt. 16.12.2022 15:16