Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Jón Þór Stefánsson skrifar 31. október 2024 20:03 Friðrik tíundi konungur Danmerkur ávarpar gesti við hátíðarkvöldverð í Kaupmannahöfn þann 8. október. Íslensku forsetahjónin, Mary drottning og Þórdís Kolbrún utanríkisráðherra hlýða á. Getty/Martin Sylvest Andersen Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra kannast ekki við daður Friðriks Danakonungs og segir dapurt að íslenskir fjölmiðlar geri sér mat úr frásögnum um það sem birtust í áströlskum slúðurmiðli. Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands veltir í nýútkominni bók fyrir sér hvort María Danadrottning hefði daðrað við hann í veislu í forsetatíð sinni. Ástralski miðillinn Now to Love hélt því fram að konungurinn hefði daðrað við Þórdísi á kvöldverði til heiðurs Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, í byrjun mánaðar. Áhugi Ástrala á Dönsku konungsfjölskyldunni kemur til vegna þess að María er af áströlskum uppruna. Í umfjöllun Now to Love var því var haldið fram að María danadrottning hafi komist í uppnám vegna þessa og hún orðið tárvot. Sagt hefur verið frá umfjöllun ástralska miðilsins í fjölmiðlum hér á landi. Sjá nánar: Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi „Mér finnst hálfneyðarlegt að íslenskur fjölmiðill sem vill láta taka sig alvarlega skrifi þetta sem frétt. Auðvitað er þetta ekki frétt. Það er enginn fréttapunktur í henni og hún stenst enga skoðun,“ segir Þórdís í samtali við fréttastofu. Ömurlegt að þurfa að sitja undir þessum fáránleika „Það er vissulega ömurlegt fyrir þetta ágæta fólk að þurfa að sitja undir þessum fáránleika. Það er margt mikilvægt og alvarlegt að gerast í heiminum og það er það sem við ræddum að mestu í umræddum kvöldverði. Það er dapurt að svona þvælist fyrir fólki, en ég læt svona meintar fréttir ekki þvælast fyrir mér, en myndi auðvitað gjarnan frekar vilja ræða alvöru stjórnmál,“ segir Þórdís. Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason, íslensku forstetahjónin, mæta á hátíðarkvöldverð dönsku konungsfjölskyldunnar. Friðrik konungur og María drottning taka á móti þeim.Getty Þetta meinta daður konungsins, þú kannast ekkert við það? „Nei, að sjálfsögðu ekki.“ Þórdís sat á milli Friðriks Danakonungs og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur þetta kvöld. Hún segir að um hafi verið að ræða fínasta kvöldverð þar sem þau hafi rætt um pólitík, bæði stóru málin erlendis og alþjóðaþróun, en líka samstarf þjóðanna og almenna pólitík þerra. Hefur alltaf haft óbeit á þessum armi fjölmiðla Málefni konungsfólks og sögusagnir um einkalíf þeirra hafa lengi verið í sviðsljósi fjölmiðla. Þetta þekkist líklega hvað best í Bretlandi þar sem gula pressan fjallar ítarlega um ástir og örlög bresku konungsfjölskyldunnar. Hefur þú aldrei haft gaman af þessum frásögnum? Og hefur viðhorf þitt eitthvað breyst við það að lenda í þessu? „Ég hef alla tíð haft nokkra óbeit á þessari tegund fjölmiðla og hafði vonast til að við myndum halda okkur frá þessum standard frekar en að líta til hans og taka hann til fyrirmyndar,“ segir Þórdís. Slúðursögur hafa lengi lifað góðu lífi í íslensku samfélagi. Að mati Þórdísar er munur á því sem gengur manna á milli og birtist á síðum fjölmiðla. „Maður ræður auðvitað illa við hvað fólk segir hvert við annað. En fjölmiðlar hafa auðvitað fulla stjórn á því hvað þeir telja fréttnæmt og telja frétt. Og það er enginn fréttapunktur í þessari meintu frétt.“ Þórdís vonast til þess að héðan í frá muni íslenskir fjölmiðlar frekar sýna því athygli sem stjórnmálafólk geri í vinnunni á erlendri grundu og hvernig það standi vörð um hagsmuni Íslands heldur en frásögnum sem þessum. Ólafur Ragnar greinir frá mörgu áhugaverðu í nýrri bók.Vísir/Arnar Ólafur vissi ekki hvort María hefði daðrað við sig Í nýútkominni bók Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta lýðveldisins, sem ber titilinn Þjóðin og valdið: Fjölmiðlalögin og Icesave er rætt um atvik sem höfundurinn velti fyrir sér að væri daður af hálfu Maríu Danadrottningar, sem þá var krónprinsessa. „Svo dönsuðum við Dorrit en fórum snemma. Mary krónprinsessa ætlaðist þó greinilega til að ég dansaði við hana en við Dorrit vorum að fara svo að Mary kvaddi mig með tveimur kossum og strauk arm minn vinalega. Vissi ekki hvort það var daður!“ Bók Ólafs inniheldur dagbókarfærslur hans frá forsetatíðinni. Umrædd færsla var skrifuð 27. júní 2009, en þar var fjallað um hátíðarkvöldverð í Danmörku með dönsku konungsfjölskyldunni og öðrum ráðamönnum. Kóngafólk Danmörk Utanríkismál Ástralía Friðrik X Danakonungur Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Sjá meira
Ástralski miðillinn Now to Love hélt því fram að konungurinn hefði daðrað við Þórdísi á kvöldverði til heiðurs Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, í byrjun mánaðar. Áhugi Ástrala á Dönsku konungsfjölskyldunni kemur til vegna þess að María er af áströlskum uppruna. Í umfjöllun Now to Love var því var haldið fram að María danadrottning hafi komist í uppnám vegna þessa og hún orðið tárvot. Sagt hefur verið frá umfjöllun ástralska miðilsins í fjölmiðlum hér á landi. Sjá nánar: Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi „Mér finnst hálfneyðarlegt að íslenskur fjölmiðill sem vill láta taka sig alvarlega skrifi þetta sem frétt. Auðvitað er þetta ekki frétt. Það er enginn fréttapunktur í henni og hún stenst enga skoðun,“ segir Þórdís í samtali við fréttastofu. Ömurlegt að þurfa að sitja undir þessum fáránleika „Það er vissulega ömurlegt fyrir þetta ágæta fólk að þurfa að sitja undir þessum fáránleika. Það er margt mikilvægt og alvarlegt að gerast í heiminum og það er það sem við ræddum að mestu í umræddum kvöldverði. Það er dapurt að svona þvælist fyrir fólki, en ég læt svona meintar fréttir ekki þvælast fyrir mér, en myndi auðvitað gjarnan frekar vilja ræða alvöru stjórnmál,“ segir Þórdís. Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason, íslensku forstetahjónin, mæta á hátíðarkvöldverð dönsku konungsfjölskyldunnar. Friðrik konungur og María drottning taka á móti þeim.Getty Þetta meinta daður konungsins, þú kannast ekkert við það? „Nei, að sjálfsögðu ekki.“ Þórdís sat á milli Friðriks Danakonungs og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur þetta kvöld. Hún segir að um hafi verið að ræða fínasta kvöldverð þar sem þau hafi rætt um pólitík, bæði stóru málin erlendis og alþjóðaþróun, en líka samstarf þjóðanna og almenna pólitík þerra. Hefur alltaf haft óbeit á þessum armi fjölmiðla Málefni konungsfólks og sögusagnir um einkalíf þeirra hafa lengi verið í sviðsljósi fjölmiðla. Þetta þekkist líklega hvað best í Bretlandi þar sem gula pressan fjallar ítarlega um ástir og örlög bresku konungsfjölskyldunnar. Hefur þú aldrei haft gaman af þessum frásögnum? Og hefur viðhorf þitt eitthvað breyst við það að lenda í þessu? „Ég hef alla tíð haft nokkra óbeit á þessari tegund fjölmiðla og hafði vonast til að við myndum halda okkur frá þessum standard frekar en að líta til hans og taka hann til fyrirmyndar,“ segir Þórdís. Slúðursögur hafa lengi lifað góðu lífi í íslensku samfélagi. Að mati Þórdísar er munur á því sem gengur manna á milli og birtist á síðum fjölmiðla. „Maður ræður auðvitað illa við hvað fólk segir hvert við annað. En fjölmiðlar hafa auðvitað fulla stjórn á því hvað þeir telja fréttnæmt og telja frétt. Og það er enginn fréttapunktur í þessari meintu frétt.“ Þórdís vonast til þess að héðan í frá muni íslenskir fjölmiðlar frekar sýna því athygli sem stjórnmálafólk geri í vinnunni á erlendri grundu og hvernig það standi vörð um hagsmuni Íslands heldur en frásögnum sem þessum. Ólafur Ragnar greinir frá mörgu áhugaverðu í nýrri bók.Vísir/Arnar Ólafur vissi ekki hvort María hefði daðrað við sig Í nýútkominni bók Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta lýðveldisins, sem ber titilinn Þjóðin og valdið: Fjölmiðlalögin og Icesave er rætt um atvik sem höfundurinn velti fyrir sér að væri daður af hálfu Maríu Danadrottningar, sem þá var krónprinsessa. „Svo dönsuðum við Dorrit en fórum snemma. Mary krónprinsessa ætlaðist þó greinilega til að ég dansaði við hana en við Dorrit vorum að fara svo að Mary kvaddi mig með tveimur kossum og strauk arm minn vinalega. Vissi ekki hvort það var daður!“ Bók Ólafs inniheldur dagbókarfærslur hans frá forsetatíðinni. Umrædd færsla var skrifuð 27. júní 2009, en þar var fjallað um hátíðarkvöldverð í Danmörku með dönsku konungsfjölskyldunni og öðrum ráðamönnum.
„Svo dönsuðum við Dorrit en fórum snemma. Mary krónprinsessa ætlaðist þó greinilega til að ég dansaði við hana en við Dorrit vorum að fara svo að Mary kvaddi mig með tveimur kossum og strauk arm minn vinalega. Vissi ekki hvort það var daður!“
Kóngafólk Danmörk Utanríkismál Ástralía Friðrik X Danakonungur Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Sjá meira