„Þetta breytti mér mjög mikið sem persónu“ Ásgeir Þór Árnason var einungis 35 ára gamall þegar hann fékk hjartastopp og fleiri fylgdu í kjölfarið. Veikindin komu eins og þruma úr heiðskíru lofti og tjáðu læknar honum að það væri í raun kraftaverk að hann lifði af. 5.5.2024 08:00
„Lífið heldur áfram eftir svona áfall“ Líf Gíslunnar Hilmarsdóttur breyttist í einni svipan í júní árið 2017 þegar hún lenti í alvarlegu umferðarlysi á Norðurlandsvegi í Öxnadal. Slysvaldurinn, kona á níræðisaldri, lét lífið í kjölfarið. Líkamleg eftirköst Gíslunnar voru slík að hún var metin sem öryrki. Hún hefur þó aldrei borið kala til konunnar sem varð valdur að slysinu. 4.5.2024 09:01
„Það var alltaf draumur hjá honum að heimsækja Ísland aftur“ „Siðvenjur kvennanna á staðnum eru frekar skýrar og afdráttarlausar. Ef þú biður þær fallega þá dansa þær við þig en það þýðir samt ekki að þú megir bjóða þeim upp á drykk, ekki einu sinni „appelsín.“ Né heldur munu þær koma og setjast við borðið hjá þér. Þær eru aðlaðandi, yfirleitt fallega vaxnar (ljóskur eru í meirihluta) og eru góðar að dansa.“ 28.4.2024 21:19
Sveddi sagður með tengsl við ítölsku mafíuna „Hann er klókur. Og hann er rosalega bíræfinn í því sem hann ætlar sér,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra og á þar við Sverri Þór Gunnarsson, eða Svedda tönn, sem nú bíður dóms í Brasilíu fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot á alþjóðavísu og skipulagða glæpastarfsemi. 27.4.2024 08:00
„Það er enginn sem verndar son okkar“ Foreldrar níu ára drengs í Kópavogi segjast ráðalausir gagnvart stöðugu líkamlegu og andlegu einelti sem sonur þeirra hafi orðið fyrir í skólanum undanfarið eitt og hálft ár. Þau lýsa alvarlegum barsmíðum af hálfu samnemenda sonarins en segja að skólayfirvöld aðhafist ekkert þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. Þau bíða svara frá Barnavernd Kópavogs. 27.4.2024 07:07
„Síðustu tvö ár hafa verið helvíti“ Sigríður Elín Ásgeirsdóttir er ein af þeim fjölmörgu Íslendingum sem hafa þurft að glíma við langtímaveikindi í kjölfarið á COVID-19. Hún var áður heilsuhraust og í fullri vinnu en eftir tvær bólusetningar og þrjú Covid-smit hefur líf hennar tekið algjöra kollsteypu að hennar sögn. 21.4.2024 08:01
„Ég skal verða mamma einn daginn“ Alda Björk Guðmundsdóttir er 33 ára kona á einhverfurófi sem á sér þann draum heitastan að verða móðir. Undanfarin þrjú ár hefur hún reglulega gengist undir frjósemismeðferðir í von um að draumurinn rætist en án árangurs. Hún er staðráðin í að halda áfram og fer sínar eigin leiðir til að fjármagna meðferðirnar. 20.4.2024 08:00
„Ég vil fræða en ekki hræða“ „Við erum allan daginn að anda að okkur eða komast í snertingu við hin og þessi efni, það er óhjákvæmilegt. Hvort sem það eru raftækin sem við notum, eldhúsáhöldin, matvælaumbúðirnar, rúmdýnurnar sem við sofum á, kertin sem við kveikjum á,“ segir Sunneva Halldórsdóttir meistaranemi í líf og læknavísindum. 14.4.2024 12:20
Þurfti að flýja skotárás í Mexíkó Eiríkur Viljar Hallgrímsson Kúld lét langþráðan draum rætast fyrir hálfu ári og hélt einn af stað í mótorhjólaferð þvert yfir Bandaríkin, áleiðis til Suður Ameríku. Ferðalagið stendur enn yfir og lokaáfangastaðurinn er Ríó de Janeiro í Brasilíu. 14.4.2024 08:01
Íslenskur veitingastaður slær í gegn í Danmörku Fyrir rúmum tveimur árum ákváðu Geir Magnússon og Elín Fjóla Jónsdóttir að rífa sig upp með rótum og flytja búferlum til Danmerkur ásamt fimm börnum. Þau voru ekki með neina fasta vinnu í hendi og renndu blint í sjóinn. Í dag reka þau veitingastaðinn Esja Bistro sem er orðinn þekktur sem „íslenski veitingastaðurinn“ í bænum Hobro á Jótlandi. 13.4.2024 10:00