fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ítrekaðar nauðganir hafi drepið drauminn: Lögregla hafi algjörlega klúðrað málinu

Dagrún Jónsdóttir sem kærði tvo bændur fyrir ítrekaðar nauðganir þegar hún var táningur segir skelfilegt að sjá hversu lögreglan rannsakaði málið illa á sínum tíma. Ríkissaksóknari vísaði málinu frá á grundvelli þess að rannsóknin dygði ekki til sakfellingar. Eftirlitsnefnd úrskurðaði meint brot lögreglu í málinu fyrnd í desember. Hún segist hvergi nærri hætt að leita að réttlætinu.

Heyrnar­laus skóla­stjóri Hlíða­skóla lætur ekkert stoppa sig

Skólastjóri Hlíðaskóla er líklega fyrsta heyrnalausa manneskjan í heiminum til að stýra skóla þar sem langflestir nemendur og annað starfsfólk er heyrandi. Hún segist aldrei hafa látið fötlun sína stöðva sig og vonar að vegferð sín sé hvatning til annarra um að láta drauma sína rætast.

Konur í fyrsta skipti með hærri dagvinnulaun en karlar

Dagvinnulaun félagsmanna Einingar-Iðju hafa hækkað að sögn formannsins og eru konur í fyrsta skipti með hærri dagvinnulaun en karlar. Meðallaun kvenna hækkuðu um rúmlega  fimmtíu þúsund milli ára en karla um þrettán þúsund krónur.

Á þriðja tug bótakrafna komnar fram vegna alvarlegra aukaverkana

Sjúkratryggingum hefur þegar borist 23 bótakröfur vegna gruns um alvarlega aukaverkun í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Lyfjastofnun hefur borist 35 tilkynningar um dauðsföll í kjölfar hennar. Forstjórinn segir að í einhverjum tilvikum sé hægt að tengja alvarlegar aukaverkanir við bóluefni.

Hvetur foreldra til að mæta með börnin í Laugardalshöllina

Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni verða í Laugardalshöll en ekki skólum líkt og til stóð. Þegar hafa 250 börn verið bólusett á þessum aldri. Nú eru 17.200 manns í einangrun eða sóttkví með eða næstum því fimm prósent landsmanna.

Versta veðrið í kvöld og í nótt

Veðurstofan hefur sent frá sér gula viðvörun fyrir stóran hluta landsins í kvöld og nótt. Veðurstofan biður fólk að huga að lausamunum. Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu í höfnum og með ströndinni þar sem sjór getur gengið á land sérstaklega sunnan- og vestanlands.

„Við erum ekki að fara í neinar afléttingar á næstunni“

Forsætisráðherra segir ekki von á afléttingum sóttvarnaaðgerða á næstunni. Heilbrigðisráðherra segir viðbúið að það verði snúið að halda skólum opnum en afar mikilvægt. Sóttvarnalæknir biðlar til óbólusettra að endurskoða þá ákvörðun. Óbólusettir séu nú mest íþyngjandi.

„Vinnubrögð borgarinnar vonandi einsdæmi“

Lögmaður fjölfatlaðs manns sem hefur síðan í vor verið neitað um heimaþjónustu vonar að vinnubrögð Reykjavíkurborgar í málinu séu einsdæmi. Maðurinn missti pláss á hjúkrunarheimili aldraðra í gær og var vísað á spítala. Hann segir skrítið að liggja án veikinda á stofnun sem sé á neyðarstigi.

Sjá meira