Fær að fara aftur heim Fjölfatlaður maður sem hefur verið fastur á Hrafnistu mánuðum saman vegna skorts á heimaþjónustu var tilkynnt rétt fyrir jól að borgin hafi loks samþykkti að veita honum hana. Maðurinn segist ekki hafa getað fengið betri jólagjöf. 25.12.2021 13:00
Stappað á Suðurlandsbraut: „Það er fátt sem öskrar jólin meira en þetta“ Múgur og margmenni safnaðist saman við Suðurlandsbraut í dag til að fara í Covid-próf. Flestir voru þó í jólaskapi þó að sumir væru stressaðir fyrir því að vera smitaðir og þurfa að verja jólunum einir. 24.12.2021 14:04
Hamborgarhryggur og lambalæri hjá Samhjálp Samhjálp fær undanþágu frá núverandi samkomutakmörkunum svo að fleiri fái að sitja í einu við jólaborðið um helgina. Verkefnastjóri Samhjálpar telur að fleiri leiti nú á Kaffistofu Samhjálpar en síðustu ár. 24.12.2021 13:35
Í einangrun um jól og áramót: „Ég klára bara árið hér og mæti sterk til leiks árið 2022“ Ein þeirra fjölmörgu sem þarf að eyða jólunum í einangrun er Birna María Másdóttir sem komst að því að hún væri smituð í fyrradag þegar hún var skimuð á landamærum eftir flugferð frá New York. 24.12.2021 11:24
Sprenging í tíðni áunninnar sykursýki: Matvælaframleiðendur beri mikla ábyrgð Sprenging hefur orðið í fjölda fólks sem hefur greinst með áunna sykursýki hér á landi síðustu ellefu ár. Aukningin helst í hendur við fjölgun fólks í ofþyngd. Talið er að þrjátíu prósent þeirra sem hafa sjúkdóminn séu vangreind. 21.12.2021 18:30
„Hjartað réð för“ Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að hann hafi látið hjarta sitt ráð því að hann gefur ekki kost á sér á lista flokksins í vor. Hann er þakklátur fyrir síðustu ár en telur að pólitíkin í borginni geti verið málefnalegri. 21.12.2021 12:29
Fastur á elliheimili og fær ekki að flytja heim Fjölfatlaður 45 ára karlmaður er fastur á elliheimili því borgin neitar honum um heimaþjónustu sem hann fékk áður. Hann missir plássið eftir nokkrar vikur og veit ekki hvar hann endar. Baráttan hefur tekið sinn toll og telur hann sig hafa elst um tuttugu ár. 20.12.2021 19:00
Víðtæk leit stendur yfir að Almari á suðvesturhorni landsins Víðtæk leit stendur yfir að Almari Yngva Garðarssyni, 29 ára karlmanns, sem ekki hefur sést til síðan á aðfaranótt sunnudags. Lögregluembættin á suðvesturhorni landsins standa saman að leitinni auk Landhelgisgæslu og björgunarsveita. 20.12.2021 11:15
Hvetur fyrirtæki til að deila reynslu sinni verði þau fyrir tölvuárás Framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis ráðleggur forráðamönnum fyrirtækja að gera ráð fyrir að tölvukerfi þeirra hafi orðið fyrir tölvuárás. Öryggisbrestur sem uppgötvaðist fyrir nokkrum dögum muni valda skaða. 14.12.2021 20:00
Upplýsingar um landsmenn í hættu Hætta er á að persónugreinarlegar upplýsingar um landsmenn leki úr tölvukerfum að sögn framkvæmdastjóra Syndis. Afar mikilvægt sé að fyrirtæki og stofnanir vakti kerfin sín allan sólarhringinn og láti greina hvort að þær hafi verið sýktar af óprúttnum aðilum. 14.12.2021 12:01