Guðmundur verður við beiðni Aðalsteins Vinnumarkaðsráðherra hefur samþykkt beiðni ríkissáttasemjara um að hann stígi til hliðar í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA). Tilnefndur verður aðstoðarsáttasemjari sem mun vinna að lausn deilunnar. 13.2.2023 20:20
Undirsláttur nýju brúarinnar farinn að skemmast Undirsláttur nýrrar brúar yfir Stóru-Laxá er þegar farinn að skemmast vegna mikilla vatnavaxta. Rjúfa þarf veginn við ána svo stórt tjón verði ekki á brúnni. 13.2.2023 19:42
Keyrði á gangandi vegfarendur í New York Karlmaður var í dag handtekinn í New York eftir að hafa keyrt á gangandi vegfarendur á sendiferðabíl. Að minnsta kosti tveir liggja þungt haldnir á spítala eftir atvikið. 13.2.2023 18:39
Krapaflóð fallið á nokkrum stöðum á vestanverðu landinu Þá nokkur krapaflóð hafa fallið á vestanverðu landinu í dag. Í morgun féll flóð í Gemlufalli í Dýrafirði, annað flóð fyrir hádegi á Kleifaheiði og þó nokkur í Saurbæ í Dalasýslu. Þar hefur einnig ein skriða fallið. 13.2.2023 17:51
Aðalsteinn vill stíga til hliðar í deilu SA og Eflingar Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefur lagt til við félags- og vinnumarkaðsráðherra að hann stígi til hliðar sem sáttasemjari í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hann segir persónuna alltaf bera að víkja fyrir málefninu. 13.2.2023 17:13
Foreldrar æfir yfir hækkunum en íþróttafélögin segjast þurfa meira til Fjöldi foreldra hefur kvartað yfir miklum hækkunum á æfingagjöldum íþróttafélaga Reykjavíkur, þá sérstaklega í kjölfar hækkunar á frístundastyrk borgarinnar. Þjálfarar og forsvarsmenn íþróttafélaga segja æfingagjöldin enn of lág og það þurfi að hækka þau meira ef þau eigi ein og sér að dekka kostnað starfsins. 11.2.2023 07:01
Tommi Steindórs og Margrét Maack hætt saman Fjöllistakonan Margrét Erla Maack og útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson eru hætt saman. Þau höfðu verið í sambandi í yfir sex ár og eiga saman eina dóttur. 10.2.2023 09:16
Margrét sakfelld fyrir hótanir í garð Semu Erlu á Grensásvegi Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsíðunnar frettin.is, var í dag sakfelld fyrir að hafa hótað Semu Erlu Serdar aðgerðarsinna fyrir utan Benzin Café á Grensásvegi árið 2018. Margrét var dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Sema Erla segir fagnaðarefni að réttlætið hafi sigrað. 9.2.2023 17:03
Iceland Guccidóttir komin í heiminn Bandaríski rapparinn Gucci Mane og unnusta hans Keyisha Ka'Oir eignuðust sitt annað barn í gær. Dóttirin heitir Iceland Ka'Oir Davis. Rapparinn kom hingað til lands til að spila á Secret Solstice tónlistarhátíðinni árið 2018. 9.2.2023 16:02
Heiða Kristín fetar tímabundið í fótspor eiginmannsins með Þorgerði Heiða Kristín Helgadóttir er nýr aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Heiða mun starfa sem aðstoðarmaður hennar fram að sumri. Eiginmaður hennar aðstoðaði Þorgerði árið 2017. 9.2.2023 13:39