Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Þegar manni líður vel í eigin skinni skín það í gegn“

Tískuskvísan Fanney Ingvarsdóttir starfar sem samfélagsmiðlasérfræðingur hjá Bioeffect og hefur gaman að tjáningarformi tískunnar. Á unglingsárunum var Stjörnugallinn einkennisbúningur Fanneyjar sem æfði handbolta og fótbolta af fullum krafti en eftirminnilegasta flíkin er líklega síðkjóll frá Ungfrú Ísland. Fanney er viðmælandi í Tískutali.

„Drull sama hvað ein­hver apa­köttur segir“

„Mér er drull sama hvað ókunnugu fólki finnst en þú hlustar auðvitað á fólk sem er að tala við þig af því þeim þykir vænt um þig,“ segir rapparinn og listamaðurinn Erpur Eyvindarson. Hann hefur verið viðloðinn tónlistarsenuna síðastliðin 25 ár og fagnar þeim áfanga með stórtónleikum ásamt hljómsveit sinni Rottweiler í Laugardalshöll næstkomandi föstudagskvöld. Blaðamaður hitti Erp á heimili hans í Kópavogi þar sem hann fór yfir ferilinn og bauð upp á líbanskt kaffi.

„Stút­full og við það að springa en hefur aldrei klikkað“

Tónlistarmaðurinn Magnús Jóhann er stöðugt að og er því mikilvægt fyrir hann að vera vel búinn þegar að það kemur að töskunni hans. Fartölvan er það allra mikilvægasta en hann er duglegur að skipta um tösku og hefur gaman að því að vera með nokkrar töskur í stíl. Magnús Jóhann er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni?

23 ára og með sína eigin förðunarlínu

„Hugmyndin að línunni fæddist þegar ég bjó úti í London. Flestar vinkonur mínar þar koma frá ólíkum uppruna og töluðu mikið um að erfitt væri að finna sér snyrtivörur sem pössuðu við sinn húðlit,“ segir förðunarfræðingurinn Snædís Birta Ásgeirsdóttir sem var að stofna snyrtivörulínuna Dewy Cosmetics.

Lauf­ey skein skært á Met Gala

Tónlistarkonan, súperstjarnan og Grammy verðlaunahafinn Laufey fékk boð á eftirsóttasta tískuviðburð í heimi, Met Gala í New York. Hún skein skært í gærkvöldi í bleikum síðkjól frá tískuhúsinu Pra­bal Gur­ung.  

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala

Fyrsti mánudagur maí mánaðar er runninn upp en hann reynist tískuunnendum mikið tilhlökkunarefni. Ástæðan er sú að tískuviðburður ársins, Met Gala, fer fram í kvöld á Metropolitan safninu í New York borg. Stærstu stjörnur heimsins koma saman í glæsilegum klæðnaði hátískuhönnuða þar sem menning, tíska og upplifun rennur saman í eitt. 

„Elska hraðann, pressuna og stressið“

„Eftirminnilegasta sýningin er án efa Vivienne Westwood, það var frábær lífsreynsla,“ segir förðunarfræðingurinn Dýrleif Sveinsdóttir. Hún byrjaði í förðunarbransanum árið 2010 og hefur síðan þá tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum á borð við hátískusýningar. Blaðamaður ræddi við hana um bransann.

„Þetta styrkti mig rosa­lega en þetta braut mig líka“

„Ég man að hafa hugsað um það hvað mér fannst þetta fáránlegt því maður á að vera ódauðlegur þegar að maður er tvítugur. Ég á að vera bara spennt fyrir lífinu og ekki hrædd. En núna er ég hrædd og okei hvað ætla ég að gera við það?“ segir tónlistarkonan Una Torfadóttir um það þegar hún greindist með krabbamein. Una hefur komið víða að í íslensku tónlistarlífi á undanförnum tveimur árum og var nú að senda frá sér plötuna Sundurlaus samtöl. Blaðamaður ræddi við Unu um hennar listrænu vegferð, ástina, fjölskylduna, veikindin, samband við sjálfa sig og fleira.

Sjá meira