Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Eyddi ung­lings­árunum inni í þvotta­húsi

Tónlistarmaðurinn og gítarsnillingurinn Reynir Snær hefur unnið með flestöllum stórstjörnum landsins en hefur undanfarið verið að vinna að sóló verkefni. Hann frumsýnir hér tónlistarmyndband við sitt fyrsta lag sem sækir meðal annars innblástur í hans uppáhalds veitingastað, Fönix.

Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn

„Ég er rosa fegin að ég sé ekki sautján ára og þetta er að gerast. Þannig maður getur tekið þessu með meira æðruleysi,“ segir stórstjarnan Sandra Barilli sem er góðkunnug landsmönnum bæði af skjánum og úr hinum ýmsu partýjum. Sandra er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir á einlægum nótum um skrautlegt líf sitt.

Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn

„Ég er ekki að reyna að predika eða leita lausna, eingöngu að varpa fram spurningunum,“ segir myndlistarmaðurinn Heimir Björgúlfsson sem var að opna sýninguna Engar harðar tilfinningar eða No hard feelings. Heimir, sem er búsettur í Los Angeles, er að halda fyrstu einkasýningu sína hérlendis í sjö ár en blaðamaður ræddi við hann um listina og lífið í LA.

„Af­hverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“

„Ég hugsaði fyrst og fremst um að njóta mín þarna. Mögulega er þetta í eina sinn sem ég mun gera þetta, maður veit auðvitað aldrei, og því vildi ég fara alla leið og það var engin auðmýkt í mér,“ segir leikkonan Aldís Amah kímin. Hún var tilnefnd til BAFTA verðlauna fyrir hlutverk sitt í tölvuleiknum Hell Blade 2 og skein skært á dreglinum um helgina. 

Logi Þor­valds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella

Lífskúnstnerinn Logi Þorvaldsson er búsettur í Los Angeles þar sem hann starfar í kvikmyndabransanum. Hann lét sig ekki vanta á tónlistarhátíðina Coachella í eyðimörkinni við Palm Springs um helgina þar sem hann dansaði við tryllta tóna tónlistarkonunnar Charli XCX. Við hlið hans var stjörnuparið Kylie Jenner og Timothée Chalamet í kossaflensi og Charli sjálf birti mynd af Loga á Instagram hjá sér. 

Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna

Á laugardaginn opnaði sýningin Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir á Listasafni Íslands með pomp og prakt. Halla Tómasdóttir forseti opnaði sýninguna og margt var um manninn.

Rísandi stór­stjarna og al­vöru hjartaknúsari

Breska leikkonan Aimee Lou Wood stal hjörtum margra áhorfenda í nýjustu seríunni um hvíta lótusblómið. Wood er 31 árs gömul og hefur verið að leika frá árinu 2016 en er fyrst núna að fá verðskuldaða athygli um allan heim. Lífið á Vísi setti saman smá nærmynd af þessari rísandi stjörnu. 

Gærurnar verða að hátísku

Sýningin Þraut // Leiðin frá gæru til vöru var opnuð með pompi og prakt í síðustu viku í verslun Felds Verkstæðis að Snorrabraut 56, sem hluti af Hönnunarmars. Tískuunnendur flykktust að en sýningin verður opin almenningi til og með 3. ágúst næstkomandi.

Sjá meira