Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Myndaveisla: Níu líf of stór­kost­leg fyrir eftir­sjá

Þakið ætlaði að rifna af salnum þegar leikarar Níu lífa hneigðu sig í síðasta skipti á lokasýningunni síðastliðið laugardagskvöld eftir hvorki meira né minna en 250 sýningar. Er um að ræða einhverja farsælustu sýningu í sögu Borgarleikhússins og var þessum tímamótum svo fagnað með pomp og prakt. 

Lofar svaka­legri veislu

„Ég lofa aldrei upp í ermina á mér en í þetta skipti ætla ég að gera það; þetta verður svakaleg veisla,“ segir Friðrik Dór tónlistarmaður sem heldur tvenna tónleika í Háskólabíói í kvöld.

„Ég hef aldrei reynt að verða nokkur skapaður hlutur“

„Þegar mig langaði að gera eitthvað þá var aldrei sagt við mig finnst þér það nógu karlmannlegt eða er þetta ekki of kvenlegt? Það var bara ekki til. Og þegar ég sagði að ég ætlaði að fara að spila og syngja þá var ekki til að það væru einhverjar efasemdir eða að það væri ekki nógu flott,“ segir tónlistarmaðurinn og skemmtikrafturinn Jógvan Hansen. Hann ræddi við blaðamann um lífið og tilveruna.

Ofurskvísur landsins fögnuðu „Heiðar­legri“ fatalínu Heiðar

Förðunarfræðingurinn Heiður Ósk Eggertsdóttir fagnaði nýrri fatalínu með pomp og prakt í gærkvöldi. Fatalínan AndreA x Heiður er unninn í sameiningu við hönnuðinn Andreu Magnúsdóttir og mættu ofurskvísur landsins í teitið sem haldið var í verslun Andreu í Hafnarfirði.

Hugsar hlýtt til áranna í Los Angeles

„Við áttum margar góðar stundir í sólinni að elta draumana okkar en kunnum líka að njóta lífsins. Þetta lag fjallar um þessa tilfinningu, þegar maður nær að vera alveg í núinu og er að njóta lífsins með vinum sínum á góðum sumardegi. Svo lítur maður til baka og á ennþá þessar fallegu minningar sem tilheyra allt í einu fortíðinni. Það er svolítil nostalgía í þessu lagi,“ segir tónlistarkonan Silja Rós sem er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni?

„Ég væri ekkert án þeirra“

„Ég væri aldrei í jafnmiklu stuði og að finna jafn mikla gleði og hamingju ef þær væru ekki þarna. Þær eru mesti drifkrafturinn minn, ég held að ég myndi aldrei nenna að gera þetta ef þær væru ekki þarna,“ segir ofurhlaupakonan Mari Järsk um einstaka vináttu sína við hóp kvenna sem fylgja henni í flestöll hlaup. Mari er viðmælandi í Einkalífinu.

Lykil­maður ís­lensku rappsenunnar stígur inn í sviðs­ljósið

Pródúserinn og plötusnúðurinn Arnar Ingi, betur þekktur sem Young Nazareth, hefur komið víða að í tónlistinni og er búsettur í Berlín um þessar mundir. Hann hefur unnið með mörgum af þekktustu tónlistarmönnum landsins og er nú að fara að senda frá sér danslaga EP plötu undir eigin nafni.

„Country tón­list er ekki lengur bara sak­bitin sæla“

„Við erum ótrúlega spennt að færa íslenskum hlustendum þessa nýju útvarpsstöð. Aukning á vinsældum country tónlistar bæði hér á landi um allan heim hefur verið eftirtektarverð og við teljum að Country Bylgjan muni mæta síaukinni eftirspurn hlustenda,“ segir Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarps hjá Sýn um splunkunýja útvarpsstöð sem fer í loftið á morgun og spilar eingöngu country tónlist.

„Ég hef aldrei horft á mig sem fórnar­lamb“

„Þegar allt kemur til alls skiptir máli að ég sé ekki að bregðast sjálfri mér, það skiptir ekki máli hvað öðrum finnst,“ segir ofurhlauparinn Mari Järsk en hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu.

Sjá meira