Aukin netöryggisógn, götulokanir og vopnuð lögregla á Íslandi næstu daga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. október 2024 19:39 Mikill öryggisviðbúnaður var einnig í Reykjavík í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í Hörpu í fyrravor. Visir/Vilhelm Aukin netöryggisógn beinist að Íslandi í tengslum við Norðurlandaráðsþing sem hefst á morgun. Viðbúnaðarstig lögreglu verður hækkað og verður mikill öryggisviðbúnaður og götulokanir á afmörkuðum svæðum. Úkraínuforseti verður meðal gesta sem kallar á aukinn viðbúnað. Götulokanir taka gildi á afmörkuðu svæði í miðbæ Reykjavíkur klukkan átta í fyrramálið og verða í gildi fram á miðvikudag. Þá verður ekki heimilt að fljúga drónum á tilteknum svæðum og einhver áhrif verða einnig á ferðir Strætó. Þingmenn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndum eru væntanlegir til landsins til að taka þátt í fundinum auk annarra gesta, en forgangsakstur með lögreglufylgd getur haft einhver áhrif á umferð í höfuðborginni og í tengslum við fundi á Bessastöðum og á Þingvöllum. „Það er helst seinni partinn á morgun, mánudag og aðeins fyrri hluta dags á þriðjudag þá mega borgarar búast við því að það verði einhverjar umferðartafir á meðan við förum með fylgdina um borgina. En við reynum nú að takmarka það eins og hægt er og ég myndi segja að það ætti ekki að valda verulegum töfum en við biðjum um skilning borgara rétt á meðan það er að eiga sér stað. Þetta er yfirleitt ekki langur tími í senn,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. Hann bendir á að nánari upplýsingar um götulokanir og önnur áhrif fundarins á almenning sé að finna á island.is. Um þrjú hundruð lögreglumenn verða að störfum í tengslum við viðburðinn, en koma Úkraínuforseta kallar einnig á sérstakar ráðstafanir. „Hann kallar á alveg sér ráðstafanir sem við höfum unnið með með hans öryggisteymi í nokkrar vikur. En það er eðlilega talsverðar öryggiskröfur sem hafa fylgt hans lífi síðan að innrásin var gerð,“ segir Karl Steinar. Viðbúið er að almenningur geti orðið var við vopnaða lögreglumenn í borginni og á þeim stöðum sem leiðtogafundir fara fram. „Hluti af þeim lögreglumönnum sem starfa við öryggisgæsluna tengt þessu eru vopnaðir. Það þýðir það ekki að allir lögreglumenn í borginni séu vopnaðir, en þeir sem að sinna sérstaklega öryggisgæslu í tengslum við Norðurlandaráðsþingið og í tengslum við þá gesti sem eru að koma hingað. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Á varðbergi vegna netöryggis Mesta hættan sem stafar að Íslandi í tengslum við þingið felst í aukinni netöryggisógn að sögn Karls Steinars. „Við teljum að það sé mesta hættan sem að sé hér og við fundum nú aðeins fyrir því á meðan leiðtogafundurinn var og það er nú kannski það sem að við erum líka að undirbúa okkur fyrir. Það er hluti af þeim öryggisatriðum sem við erum búin að vera að undirbúa það tengist netöryggi,“ segir Karl Steinar. Almenningur og fyrirtæki ættu einnig að vera á varðbergi hvað það varðar. „Það má alveg búast við því og þær stofnanir hjá okkur sem koma mest að því þær hafa þegar verið að undirbúa viðbrögð því tengt.“ Öryggis- og varnarmál Lögreglan Norðurlandaráð Reykjavík Utanríkismál Úkraína Netöryggi Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Sjá meira
Götulokanir taka gildi á afmörkuðu svæði í miðbæ Reykjavíkur klukkan átta í fyrramálið og verða í gildi fram á miðvikudag. Þá verður ekki heimilt að fljúga drónum á tilteknum svæðum og einhver áhrif verða einnig á ferðir Strætó. Þingmenn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndum eru væntanlegir til landsins til að taka þátt í fundinum auk annarra gesta, en forgangsakstur með lögreglufylgd getur haft einhver áhrif á umferð í höfuðborginni og í tengslum við fundi á Bessastöðum og á Þingvöllum. „Það er helst seinni partinn á morgun, mánudag og aðeins fyrri hluta dags á þriðjudag þá mega borgarar búast við því að það verði einhverjar umferðartafir á meðan við förum með fylgdina um borgina. En við reynum nú að takmarka það eins og hægt er og ég myndi segja að það ætti ekki að valda verulegum töfum en við biðjum um skilning borgara rétt á meðan það er að eiga sér stað. Þetta er yfirleitt ekki langur tími í senn,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. Hann bendir á að nánari upplýsingar um götulokanir og önnur áhrif fundarins á almenning sé að finna á island.is. Um þrjú hundruð lögreglumenn verða að störfum í tengslum við viðburðinn, en koma Úkraínuforseta kallar einnig á sérstakar ráðstafanir. „Hann kallar á alveg sér ráðstafanir sem við höfum unnið með með hans öryggisteymi í nokkrar vikur. En það er eðlilega talsverðar öryggiskröfur sem hafa fylgt hans lífi síðan að innrásin var gerð,“ segir Karl Steinar. Viðbúið er að almenningur geti orðið var við vopnaða lögreglumenn í borginni og á þeim stöðum sem leiðtogafundir fara fram. „Hluti af þeim lögreglumönnum sem starfa við öryggisgæsluna tengt þessu eru vopnaðir. Það þýðir það ekki að allir lögreglumenn í borginni séu vopnaðir, en þeir sem að sinna sérstaklega öryggisgæslu í tengslum við Norðurlandaráðsþingið og í tengslum við þá gesti sem eru að koma hingað. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Á varðbergi vegna netöryggis Mesta hættan sem stafar að Íslandi í tengslum við þingið felst í aukinni netöryggisógn að sögn Karls Steinars. „Við teljum að það sé mesta hættan sem að sé hér og við fundum nú aðeins fyrir því á meðan leiðtogafundurinn var og það er nú kannski það sem að við erum líka að undirbúa okkur fyrir. Það er hluti af þeim öryggisatriðum sem við erum búin að vera að undirbúa það tengist netöryggi,“ segir Karl Steinar. Almenningur og fyrirtæki ættu einnig að vera á varðbergi hvað það varðar. „Það má alveg búast við því og þær stofnanir hjá okkur sem koma mest að því þær hafa þegar verið að undirbúa viðbrögð því tengt.“
Öryggis- og varnarmál Lögreglan Norðurlandaráð Reykjavík Utanríkismál Úkraína Netöryggi Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Sjá meira