Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vildu gera al­vöru partýlag fyrir jólin

Rapparinn Emmsjé Gauti er kominn í partýgírinn fyrir jólin en hann var að senda frá sér lagið Partýjól ásamt Steinda Jr. og Þormóði. Lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag.

„Vil ekki vera eins og allir aðrir“

Töffarinn og hársnyrtirinn Íris Lóa Eskin er konan á bak við hárið á stórstjörnunni Bríeti. Íris Lóa býr yfir einstökum stíl og er óhrædd við að fara eigin leiðir en hún er viðmælandi í Tískutali.

„Fólk hefur þurft að öskra ansi hátt ansi lengi“

„Ég held að leikhús geti breytt fólki,“ segir leikkonan Ebba Katrín Finnsdóttir. Hún fer með aðalhlutverk í einleiknum Orð gegn orði og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir. Blaðamaður hitti Ebbu Katrínu og fékk að heyra frá hennar vegferð.

Fullt út úr dyrum og fólk beið í röð

Fullt var út úr dyrum þegar Jólasýningin í Ásmundarsal opnaði í sjötta sinn um helgina en samkvæmt forsvarsmönnum sýningarinnar var fólk byrjað að mynda röð hálftíma áður en sýningin opnaði.

Haraldur hlaut Kærleikskúluna

Tuttugasta og fyrsta Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur í dag, miðvikudaginn 6. desember.

Setti ó­vart heilt bæjar­fé­lag inn í morðöldu

„Ég var náttúrulega búin að vera að skrifa um Akranes sem ég gerði mér ekki alveg grein fyrir hvað þýddi þegar ég var að skrifa fyrstu bókina. Að ég væri að taka svona heilt bæjarfélag og setja það inn í einhvers konar drápsöldu,“ segir rithöfundurinn Eva Björg Ægisdóttir í þættinum Jólasögu.

Billie Eilish komin út úr skápnum

Tónlistarkonan og Óskarsverðlaunahafinn Billie Eilish opinberaði á dögunum að hún laðist að konum. Hún segist almennt ekki hrifin af skilgreiningum en er þó glöð að þetta sé komið út.

„Sumt mun kannski sjokkera fólk“

Hinn 22 ára gamli Jóhann Ágúst Ólafsson var að senda frá sér sitt fyrsta lag, „Kallinn á tunglinu“. Lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag.

„Bestu hug­myndirnar koma þegar það eru engar reglur“

Markaðsfræðingurinn, áhrifavaldurinn og tískuáhugakonan Sigríður Margrét Ágústsdóttir elskar að prófa nýja hluti í tískunni og er dugleg að versla notuð föt. Hún heldur mikið upp á gömul upphá stígvél frá móður sinni og fær innblásturinn alls staðar að. Sigríður Margrét er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Sjá meira