Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hannar hátískuflíkur úr ull fjölskyldusveitarinnar

Fatahönnuðurinn Sól Hansdóttir var ung að árum harðákveðin í því hvernig hún vildi klæða sig og hefur alla tíð verið óhrædd við að fara eigin leiðir. Sól hefur verið með annan fótinn í London síðustu ár og stefnir á erlendan markað með hönnun sína en hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Öruggari með sjálfa sig en nokkru sinni fyrr

„Mér finnst ég sitja betur í sjálfri mér í dag,“ segir tónlistarkonan, Idol stjarnan og nýbakaða móðirin Saga Matthildur. Blaðamaður settist niður með henni og fékk að heyra frá viðburðaríku ári hennar.

Myndaveisla: Upp­lifun á til­verunni í nýju ljósi

Listakonan Hekla Dögg Jónsdóttir opnaði sýninguna 0° 0° Núlleyja á Kjarvalsstöðum um síðustu helgi. Margt var um manninn á opnuninni þar sem listunnendur sameinuðust og gerðu sér glaðan og skapandi dag. 

„Mystísk en um leið svo mann­leg“

„Tónlistin er bara einhvern veginn þarna alls staðar, út og inn um allt,“ segir tónlistarkonan Inga Björk. Hún og verðlaunatónskáldið Alexander Bornstein voru að gefa út sína fyrstu þriggja laga EP plötu ásamt nýju tónlistarmyndbandi eftir Margréti Seemu Takyar.

Ástarlag til löngu strætóferðanna

Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Mikaels Mána við lagið Bus Song. Lagið er ástarlag til Strætó en strætóferðir hans á táningsárum mótuðu tónlistarsmekk hans og líf.

Er stolt „basic bitch“

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar en er alltaf samkvæm sjálfri sér í klæðaburði. Hún hefur sérstaklega gaman af því að klæðast síðum og þröngum kjólum með óléttukúluna sína og setti sér markmið að klæðast ekki bara jogginggöllum á meðgöngunni. Birgitta Líf er viðmælandi í Tískutali. 

„Alls konar blessanir í slæmu hlutunum“

Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson sér glasið hálf fullt í lífinu og er gjarnan lýst sem miklum stemningsmanni. Lífið tók skarpa U-beygju í sumar þegar Axel greindist með illkynja æxli en hann segir lífsreynsluna hafa kennt sér heilmikið. Blaðamaður settist niður með Axel og ræddi við hann um lífið, ferilinn, tónlistina, ástina, vináttuna og margt fleira.

Nefndi verk um sjálfs­blekkingu og græðgi 2008 fyrir hálfri öld

„Á fyrstu sýningunni minni árið 1976 þá skíri ég þessar myndir 2008 - 2010, fyrir tæpum fimmtíu árum. Myndirnar eru dökkar, sjálfsblekkingin er mikil og þær heita nákvæmlega eftir árinu sem hrunið er,“ segir grafíkerinn og kolamálarinn Ragnheiður Jónsdóttir. Hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Sjá meira