Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þakk­látir að búa í landi þar sem þeir geta gifst ástinni sinni

„Í hjörtum okkar ríkir þakklæti fyrir það að búa í landi þar sem við tveir getum gifst manneskjunni sem við elskum,“ segja hinir nýgiftu Bjarni Snæbjörnsson og Bjarmi Fannar. Þeir gengu í hjónaband í Ráðhúsi Reykjavíkur 21. júní síðastliðinn við litla og einlæga athöfn.

Stjörnulífið: Dauð mús og djamm í Mykonos

Síðastliðin vika var viðburðarík að vanda en veðrið stendur sannarlega upp úr hjá samfélagsmiðlastjörnunum, hvort sem það hafi verið í bongó blíðu á höfuðborgarsvæðinu, í kulda fyrir norðan eða í suðrænni sól. 

Erfiðast að horfa upp á veikindi ömmu sinnar

Erika Líf Káradóttir hefur alla tíð haft mikinn áhuga á módelstörfum og þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar henni bauðst að taka þátt í Ungfrú Ísland. Hún er í hópi keppenda í ár en keppnin fer fram 14. ágúst næstkomandi í Gamla bíó.

Alltaf sótt í orku og gleði í klæða­burði

Ofurþjálfarinn og glæsikvendið Lóló Rósenkranz er með einstakan og litríkan stíl sem vekur athygli en appelsínugulur er hennar uppáhalds litur. Lóló er á stöðugri hreyfingu, er með fólk í einkaþjálfun í World Class, starfar sem fararstjóri hjá Úrval útsýn, kennir pílates og skriðsund svo eitthvað sé nefnt og er sömuleiðis dugleg að klæðast skemmtilegum íþróttafatnaði. Lóló er viðmælandi í Tískutali.

Þurfti að vinda skyrtuna eftir tryllt gigg í Víet­nam

„Markmiðið með ferðinni var að jarðtengjast, endurnærast og jafnvel endurfæðast,“ segir plötusnúðurinn Margeir sem nýtur lífsins í Víetnam. Hann var að senda frá sér einstaka útgáfu af Frank Ocean slagaranum Pink Matter ásamt tónlistarkonunni Matthildi og kom fram á trylltu giggi í Víetnam á dögunum. Blaðamaður ræddi við Margeir.

Gyðjusamkoma með glæsi­legum gellum

Sóley Organics hélt á dögunum draumkennda gyðjusamkomu í þema Miðsumarsdraums í húsnæði fyrirtækisins á Hólmaslóð 6. Áhrifavaldar og aðrar glæsikonur borgarinnar voru meðal gesta og bauð sumarið upp á sitt allra besta veður.

Tískudrottning og eig­andi Drykk bar selja slotið

Á Skógarvegi í Fossvogi er að finna huggulega tæplega 80 fermetra íbúð á jarðhæð með 40 fermetra palli sem snýr í suður/suðvestur. Íbúðin er í eigu tískudrottningarinnar og markaðsstjórans Töniu Lindar og Heimis Þórs eiganda Drykk bar og er nú til sölu.  

Lætur langþráðan draum rætast og gefur út óð til grínsins

„Maður má ekki vera of afslappaður og maður þarf að reyna að elda eitthvað nýtt,“ segir ástsæli grínistinn Vilhelm Neto, betur þekktur sem Villi Neto. Hann gefur út langþráða grínplötu næstkomandi föstudag. Platan ber heitið Portú Galinn og er gefin út af plötuútgáfufyrirtæki Priksins, Sticky Records.

Hug­myndin var að kveikja bók­staf­lega í Emmsjé Gauta

„Við áttuðum okkur fljótt á að það væri ekki skynsamlegt að kveikja í mér,“ segir tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti, sem sendir frá sér sína áttundu breiðskífu næstkomandi föstudag. Platan heitir „Fullkominn dagur til að kveikja í sér“ og þar má finna ellefu lög sem eru að sögn Gauta blanda af dægurlögum og rappi.

Sjá meira