Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Heim­þráin til staðar en lífið í New York al­gjört ævin­týri

„Ég mæli svo mikið með því að prófa að flytja til útlanda,“ segir meistaraneminn og sölustjórinn Hildur Anissa. Hún hefur verið búsett erlendis í þó nokkur ár og fluttist frá Kaupmannahöfn til New York borgar í sumar. Hún segir mjög þroskandi að prófa að búa erlendis og sömuleiðis krefji það mann til þess að fara út fyrir þægindarammann. Blaðamaður ræddi við Hildi Anissu.

Aron Can með stóra tón­leika er­lendis

Rapparinn Aron Can kemur fram í Pumpehuset í Kaupmannahöfn í október. Tónleikarnir voru tilkynntir af alþjóðlega tónleikafyrirtækinu All Things Live sem hefur sett upp tónleika með heimsfrægu tónlistarfólki.

Elskar að ögra og klæða sig þver­öfugt við til­efnið

Nýútskrifaði lögfræðingurinn Daníel Hjörvar Guðmundsson hefur alla tíð haft áhuga á tísku og er óhræddur við að fara eigin leiðir og skera sig úr. Hann hefur ofurtrú á eigin innsæi þegar það kemur að klæðaburði og hvetur fólk til að gera eitthvað skemmtilegt með stíl sinn en ekki hlusta á álit annarra. Daníel Hjörvar er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Þarf ekkert að þvælast fyrir sjálfri sér

„Ég er að ögra mér á margan hátt til að taka breytingum, því ég finn að það er eitthvað tímabil í mínu lífi núna sem er að klárast, það er búið,“ segir myndlistarmaðurinn Anna Rún Tryggvadóttir sem er með þrjár stórar sýningar í gangi um þessar mundir og sýnir verk sín bæði hérlendis og erlendis. Blaðamaður ræddi við Önnu Rún um listina og lífið.

Pat­rekur Jaime mættur aftur á markaðinn

Glæsilega raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Patrekur Jaime, sem vakti mikla athygli fyrir raunveruleikaseríuna Æði, er einhleypur. Hann staðfestir þetta í samtali við Vísi.

Guggur og gúmmíbátur hjá Guggu í gúmmí­bát

„Þetta var án efa besti dagur lífs míns,“ segir áhrifavaldurinn Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, sem fagnaði 21 árs afmæli sínu með stæl um helgina á skemmtistaðnum Hax. Patrik, Issi, HubbaBubba og DJ Bjarni K voru meðal tónlistaratriða og að sjálfsögðu var gúmmíbátur á svæðinu.

„Smá eins og maður sé alls­ber fyrir framan al­þjóð“

„Ég fæ innblástur með því að staldra við, líta í kringum mig og taka inn öll litlu smáatriðin sem maður er svo gjarn á að líta fram hjá út af stressi og hraða,“ segir ljósmyndarinn Kári Sverrisson sem stendur fyrir sýningunni Being me sem opnar á Menningarnótt. Blaðamaður ræddi við Kára.

„Þetta var full­komið og auð­vitað sagði ég já“

Alexandra Friðfinnsdóttir átti ógleymanlega stund á tónlistarhátíðinni Sziget í Búdapest þegar kærastinn hennar Magnús Jóhann fór á skeljarnar. Hjúin eru miklir tónlistarunnendur og fékk Magnús eina af þeirra uppáhalds hljómsveitum í lið með honum. Blaðamaður ræddi við Alexöndru um þessa einstöku trúlofun.

Ný­dönsk og ADHD fá hvorar tvær milljónirnar

Fimmtudaginn 15. ágúst hélt Tónlistarmiðstöð athöfn til að heiðra styrkhafa seinni úthlutunar Tónlistarsjóðs 2024 en þetta er í fyrsta sinn sem úthlutað er úr öllum deildum nýs Tónlistarsjóðs. Margt var um manninn og ýmis þekkt andlit létu sjá sig.

Harðfiskís, laxaís og beikonís í stærsta ísteiti ársins

Kjörísdagurinn stóri var haldinn hátíðlegur í Hveragerði síðastliðinn laugardag í fimmtánda skipti en hátíðin er liður í blómstrandi dögum í Hveragerði. Gefnir voru um 200 þúsund skammtar af ís og er áætlað að um 22 þúsund manns hafi látið sjá sig.

Sjá meira