Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður er fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skjálfti yfir þremur í Fagra­dals­fjalli

Skjálfti mældist 3,6 að stærð með upptök við Fagradalsfjall klukkan 22:45 í kvöld. Skjálftinn kemur í kjölfarið af jarðskjálftahrinu sem hófst síðdegis í dag í norðaustanverðu Fagradalsfjalli, um klukkan 16:00. Um er að ræða stærsta skjálftann sem mælst hefur á Reykjanesskaganum það sem af er ári og fannst hann bæði þar og á höfuðborgarsvæðinu. Enginn órói mælist á svæðinu.

Banka­sýslan ekki dregið neinn lær­dóm og hyggist ekki axla á­byrgð

Ríkisendurskoðun getur ekki dregið aðra ályktun en að Bankasýsla ríkisins hafi fyrir sitt leyti engan lærdóm dregið af skýrslu embættisins um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Jafnframt standi ekki til af hálfu Bankasýslunnar að axla neina þá ábyrgð sem henni beri sem framkvæmdaraðila útboðsins og fjallað er um í skýrslunni.

Ní­tján ára dóttur­sonur Roberts De Niro látinn

Leandro De Niro Rodriguez, barnabarn Óskarsverðlaunaleikarans Roberts De Niro er látinn, nítján ára að aldri. Móðir hans Drena De Niro greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í gær og minnist sonar síns.

Spá sam­drætti í komu nýrra í­búða á markaðinn

Vænta má þess að að samdráttur verði í nýjum fullbúnum íbúðum hér á landi á næstu árum, samkvæmt nýrri spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Framkvæmdir eru hafnar við byggingu á 8.971 íbúð á landsvísu sem er fjölgun milli mælinga.

Á­fram­haldandi land­ris og engar skyndi­legar breytingar

Áframhaldandi landris mælist á Reykjanesskaga en nokkuð stöðugt landris hefur sést nálægt Fagradalsfjalli frá því snemma í apríl. Frekar mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið en engin merki um skyndilegar breytingar.

Sjá meira