Áframhaldandi landris og engar skyndilegar breytingar Eiður Þór Árnason skrifar 3. júlí 2023 14:11 Áfram eru merki um jarðhræringar við Fagradalsfjall. Vísir/Vilhelm Áframhaldandi landris mælist á Reykjanesskaga en nokkuð stöðugt landris hefur sést nálægt Fagradalsfjalli frá því snemma í apríl. Frekar mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið en engin merki um skyndilegar breytingar. Þetta segir náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Landrisið komi yfirleitt til vegna kvikuhreyfinga sem valdi þrýstingsbreytingum og í kjölfarið leiði oft til jarðskjálfta. Mbl.is greindi frá því að landris væri hafið á ný á Reykjanesskaga en líkt og fyrr segir hefur það átt sér stað yfir lengri tíma. „Eiginlega frá því í byrjun apríl er búið að vera nokkuð stöðugt landris sem við erum búin að sjá og þá á stöðvunum sem eru næstar Fagradalsfjalli og í Krýsuvík,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, jarðeðlisfræðingur og náttúruvásérfræðingur. Merki um djúpar kvikuhreyfingar Einnig má sjá merki um landsig á svæðinu en nýleg gervitunglagögn sem ná frá goslokum í fyrra fram í maí síðastliðinn sýna ýmis teikn um aflögun. „Við Reykjanestá, Svartsengi og norðurhluta hraunsins erum við að sjá landsig. Þetta við Reykjanestá teljum við vera vegna djúpra kvikuhreyfinga, þar sem djúp kvika er væntanlega að fæða eitthvað grynnra kvikuhólf og svo lítur út fyrir að það sé þensla akkúrat undir Fagradalsfjalli á meira en 15 kílómetra dýpri svo það er eitthvað djúpt í gangi þar,“ segir Hildur. Hið síðastnefnda geti ýmist verið vegna breytinga á jarðskorpunni eftir eldgosið í Fagradalsfjalli eða vísbending um innflæði kviku. Frekar mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið og samkvæmt nýlegum gasmælingum er hraunbreiðan enn að afgasast og mjög heit á sumum stöðum. „Þetta er eitthvað sem við búumst alveg við. Við sjáum þetta ekki sem einhvern einn atburð heldur sem marga atburði. Við erum búin að fá tvö eldgos og Reykjanesið er náttúrulega mjög virkt svæði akkúrat núna.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Þetta segir náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Landrisið komi yfirleitt til vegna kvikuhreyfinga sem valdi þrýstingsbreytingum og í kjölfarið leiði oft til jarðskjálfta. Mbl.is greindi frá því að landris væri hafið á ný á Reykjanesskaga en líkt og fyrr segir hefur það átt sér stað yfir lengri tíma. „Eiginlega frá því í byrjun apríl er búið að vera nokkuð stöðugt landris sem við erum búin að sjá og þá á stöðvunum sem eru næstar Fagradalsfjalli og í Krýsuvík,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, jarðeðlisfræðingur og náttúruvásérfræðingur. Merki um djúpar kvikuhreyfingar Einnig má sjá merki um landsig á svæðinu en nýleg gervitunglagögn sem ná frá goslokum í fyrra fram í maí síðastliðinn sýna ýmis teikn um aflögun. „Við Reykjanestá, Svartsengi og norðurhluta hraunsins erum við að sjá landsig. Þetta við Reykjanestá teljum við vera vegna djúpra kvikuhreyfinga, þar sem djúp kvika er væntanlega að fæða eitthvað grynnra kvikuhólf og svo lítur út fyrir að það sé þensla akkúrat undir Fagradalsfjalli á meira en 15 kílómetra dýpri svo það er eitthvað djúpt í gangi þar,“ segir Hildur. Hið síðastnefnda geti ýmist verið vegna breytinga á jarðskorpunni eftir eldgosið í Fagradalsfjalli eða vísbending um innflæði kviku. Frekar mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið og samkvæmt nýlegum gasmælingum er hraunbreiðan enn að afgasast og mjög heit á sumum stöðum. „Þetta er eitthvað sem við búumst alveg við. Við sjáum þetta ekki sem einhvern einn atburð heldur sem marga atburði. Við erum búin að fá tvö eldgos og Reykjanesið er náttúrulega mjög virkt svæði akkúrat núna.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira