Edda Hermannsdóttir nýr stjórnarformaður UNICEF Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, er nýr stjórnarformaður landsnefndar UNICEF á Íslandi. Edda tekur við af Óttarri Proppé sem hefur verið stjórnarformaður frá júní 2021 og setið í stjórn UNICEF á Íslandi frá árinu 2019. 15.6.2022 13:29
Kaupmáttur jókst þrátt fyrir mikla verðbólgu Áætlað er að ráðstöfunartekjur heimila hafi aukist um 9,64% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þegar tekið er tillit verðlagsþróunar er áætlað að kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi aukist um 1,23%. 15.6.2022 11:13
Hækka spá sína og gera ráð fyrir 8,7 prósent verðbólgu í júní Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að ársverðbólga mælist 8,7% í júní en hún var 7,6% í maí. Um er að ræða talsvert meiri hækkun en bankinn hafði áður spáð og skýrist það fyrst og fremst af því að verð á eldsneyti hefur hækkað mun meira en hagfræðideildin átti von á. 15.6.2022 10:13
Kominn til Þjóðkirkjunnar og fær 13,2 milljónir í biðlaun frá Ísafjarðarbæ Birgir Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær greiddar 13,2 milljónir króna í biðlaun næstu sex mánuði ef tillaga bæjarráðs nær fram að ganga. Birgir lét af störfum við lok seinasta kjörtímabils og tók við sem framkvæmdastjóri rekstrarstofu Þjóðkirkjunnar fyrr í þessum mánuði. 14.6.2022 13:07
Í lífstíðarfangelsi eftir að hún lét skáldsögu sína verða að veruleika Höfundur sögu sem titluð er Hvernig á að myrða eiginmann þinn var í gær dæmd í lífstíðarfangelsi með möguleika á reynslulausn fyrir að drepa eiginmann sinn í Portland í Bandaríkjunum fyrir fjórum árum. 14.6.2022 09:24
Ekki útlit fyrir sólbjartan þjóðhátíðardag Í dag er spáð suðlægri átt, fimm til tíu metrum á sekúndu og má gera ráð fyrir að það verði skýjað með köflum og skúrir, einkum sunnan- og vestanlands. Þurrt að kalla norðvestantil framan af degi en þar einnig stöku skúrir seinnipartinn. 14.6.2022 08:26
PCR-heildsali Landspítalans hagnaðist um tæpa tvo milljarða í fyrra Heilsölufyrirtækið Lyra hagnaðist um 1.955 milljónir króna fyrir skatt árið 2021 en mikil söluaukning varð hjá fyrirtækinu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Alls seldi Lyra vörur og þjónustu fyrir 4.250 milljónir króna í fyrra en Landspítalinn var langstærsti viðskiptavinur fyrirtækisins. Kaup spítalans fóru fram án útboðs. 14.6.2022 07:44
Skálar við meinta kynferðisafbrotamenn í svikapóstum Óprúttnir aðilar hafa sent út svikapósta í nafni ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytisins þar sem viðtakendur eru sakaðir um að hafa skoðað barnaníðsefni og þeim tilkynnt að fjölmiðlar verði upplýstir um sakargiftirnar. 13.6.2022 17:32
Strætisvagn ók á gangandi vegfaranda Ökumaður strætisvagns ók á gangandi vegfaranda á Sæbraut í Reykjavík fyrr í dag. Að sögn slökkviliðs hlaut vegfarandinn tvo skurði á höfði og var fluttur á slysadeild. Hann hafi að öðru leyti borið sig vel. 13.6.2022 15:05
Spá því að verðbólga fari úr 7,6 í 8,4 prósent Greining Íslandsbanka spáir 8,4% verðbólgu í júnímánuði en tólf mánaða verðbólga mældist 7,6% í maí og hefur ekki mælst svo mikil frá því í mars 2010. Gangi spá bankans eftir væri um að ræða 1,0% hækkun á vísitölu neysluverðs frá fyrri mánuði. 13.6.2022 14:35