Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Evrópu ekki eiga neitt erindi við borðið hvað lítur að friðarviðræðum vegna stríðsins í Úkraínu sem framundan eru á milli Rússlands og Bandaríkjanna. Fulltrúar rússneskra og bandarískra stjórnvalda munu funda í Sádi-Arabíu á morgun þar sem mögulegar friðarviðræður verða ræddar, án aðkomu Úkraínumanna eða annarra Evrópuríkja. 17.2.2025 11:57
Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Frumvarpi hefur verið útbýtt á Alþingi sem snýr að því að ljúka innleiðingu á Evrópureglum um áfasta tappa á drykkjarvörum hvers konar. Landsmenn ættu þó ekki að finna fyrir miklum breytingum nái frumvarpið fram að ganga enda hafa reglurnar að miklu leyti þegar verið innleiddar hér á landi, við mismikla hrifningu neytenda. Markmiðið með frumvarpinu er að skýra með lögum hvaða drykkjaríláta vara falla undir reglurnar. 17.2.2025 10:01
Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, verður fulltrúi Norðurlandanna á neyðarfundi Evrópuleiðtoga í París í dag um stöðuna í Úkraínu. Það var Emmanuel Macron Frakklandsforseti sem boðaði fundinn í framhaldi af málflutningi Trump-stjórnarinnar undanfarna daga í tengslum við friðarviðræður við Rússa vegna Úkraínu, sem Evrópu er haldið utan, og eftir samtöl Trump Bandaríkjaforseta við Pútín Rússlandsforseta. 17.2.2025 07:49
„Kryddpíur“ í formlegt samtal Fimm stjórnmálaflokkar hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um samstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sendir fyrir hönd oddvita VG, Sósíalista, Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins. Ekkert hefur verið rætt um það enn hver yrði mögulegt borgarstjóraefni. 12.2.2025 14:58
Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Uppsöfnuð viðhaldsskuld í innviðakerfinu á Íslandi er áætluð 680 milljarðar króna og „gengur ekkert“ að vinna hana niður. Til samanburðar mældist innviðaskuldin 420 milljarðar króna í sambærilegri úttekt sem gerð var fyrir fjórum árum. Mest er uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu eða á bilinu 265 til 290 milljarðar króna. 12.2.2025 13:16
Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Samninganefnd framhaldskólakennara mætti til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. Til stendur að ræða fyrst og fremst þau atriði er snúa að kjaraviðræðum framhaldskólakennara en í hópnum eru einnig aðrir fulltrúar Kennarasambands Íslands, þeirra á meðal Magnús Þór Jónsson formaður. Þá átti samninganefnd sveitarfélaga fund hjá ríkissáttasemjara í morgun em formaður nefndarinnar segir fátt nýtt að frétta úr viðræðum við grunn- og leikskólakennara. 12.2.2025 12:02
Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga Vegagerðin vekur athygli vegfarenda á því að hættustig er í gildi vegna bikblæðinga á vegum á nokkrum stöðum á Vesturlandi. 12.2.2025 11:25
Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Ákall um að Danmörk eignist Kaliforníu hefur vakið athygli. Ríflega tvö hundruð þúsund manns hafa lagt nafn sitt við undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að Danmörk kaupi Kaliforníu af Bandaríkjamönnum. Um er að ræða svar við hugmyndum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland. Undirtónninn er gamansamur enda um satírískan gjörning að ræða. 12.2.2025 11:18
Matvöruverð tekur stökk upp á við Dagvöruvísitala hækkaði um 0,22% á milli mánaða samkvæmt nýrri úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Um er að ræða nokkurn viðsnúning frá mælingu eftirlitsins sem gerða var í síðustu viku þegar hækkun milli mánaða stóð í stað. Meðal þess sem hækkar mest er innfluttur ostur, kjúklingur, tómatar í lausu og sælgæti. Ávextir hafa hins vegar lækkað í verði. 12.2.2025 09:42
Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Skattaleg áhrif helstu greina ferðaþjónustunnar á Íslandi námu allt að 180 milljörðum króna árið 2023. Þar af eru svokölluð þröng skattaleg áhrif metin um 106,5 milljarðar en ef horft er til víðtækari áhrifa ferðaþjónustunnar nema skattaleg áhrif greinarinnar rúmum 180 milljörðum. 12.2.2025 09:00