„Þurfum engu að kvíða þó það blotni aðeins“ Það skiptast á skin og skúrir um verslunarmannahelgina ef spár ganga eftir. Veðurfræðingur segir að besta veðrið verði líklegast á austanverðu landinu í byrjun helgar en á sunnudeginum verði prýðis veður um land allt. 2.8.2023 12:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kona sem notast við hjólastól veigrar sér við að ferðast, þar sem aðgengismál í flugi séu hryllileg. Oft á tíðum sé farið með fatlað fólk eins og farangur og hjólastólar sem notaðir séu til að koma henni til og frá borði minni helst á pyntingartæki. 31.7.2023 18:00
Heimsókn á Lambeyrar: „Lögreglan neitaði að koma“ Kona sem sakað hefur Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra um innbrot og föður hans um ítrekuð skemmdarverk segir Ásmund hafa mikil ítök á svæðinu sem ráðherra og því þori lögreglan ekki að aðhafast í málinu. Hún biðlar til lögreglunnar að sinna vinnunni sinni. 27.7.2023 19:22
„Eitthvað sem við munum aldrei gleyma“ Rúður brotnuðu, bílar skemmdust og fjöldi fólks slasaðist þegar haglélsstormur dundi yfir Norður-Ítalíu í fyrradag. Íslendingur á svæðinu segist enn vera að átta sig á því sem gerðist, höglin hafi verið á stærð við golfkúlur. 26.7.2023 09:00
Loka götubútum í stutta stund meðan á dreifingu stendur Loka þarf stöku götubútum í stutta stund í miðborg Reykjavíkur í dag á meðan dreifing á nýju sorptunnunum stendur yfir vegna þrengsla. Verkefnastjóri biður íbúa um að sýna biðlund rétt á meðan tunnuskiptum stendur. 24.7.2023 12:00
Stal brimbretti af barni og almennt með stæla Ágengur otur hefur verið til vandræða á Santa Cruz ströndinni í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Oturinn stelur brimbrettum af fólki sem hann svo nagar sér til skemmtunar. 23.7.2023 22:40
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eldfjallafræðingur segir líklegt að gígurinn við Litla-Hrút muni bresta von bráðar. Brotni hann til austurs gæti stórslys orðið verði ekki búið að rýma svæðið. Hann telur líkur á að nýr gígur opnist austur af Keili. 23.7.2023 18:07
Hádegisfréttir Bylgjunnar Ríkisendurskoðandi segir greinargerð setts ríkisendurskoðanda í Lindarhvolsmálinu óklárað plagg sem aldrei hefði átt að líta dagsins ljós og sakar hann um dylgjur. 23.7.2023 11:45
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum verðum við í beinni útsendingu frá gossvæðinu á Reykjanesi sem nú hefur verið lokað vegna slæmrar hegðunar ferðamanna og ræðum við lögreglustjóra og björgunarsveitarmann um ákvörðunina. 22.7.2023 18:01
Hádegisfréttir Bylgjunnar Gossvæðinu á Reykjanesi verður lokað klukkan sex í kvöld vegna slæmrar hegðunar fólks. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir líklegt að aðgengi fólks að eldstöðvunum verði áfram takmarkað á næstunni enda sé enda sé engin ástæða fyrir því að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðvum allan sólarhringinn. 22.7.2023 11:47