Fréttamaður

Elísabet Inga Sigurðardóttir

Elísabet Inga er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Tveir hafa verið handteknir í tenglum við andlát í Þingholtunum í morgun. Tilkynning barst vegna vegna hávaða í húsi en þegar lögregluþjóna bar að garði voru þrír menn í húsinu og einn þeirra meðvitundarlaus. Tæknideild lögreglunnar og rannsóknarlögreglumenn voru að störfum á vettvangi í morgun og er málið í rannsókn.

„Flókið“ að í­búar þurfi nú að að­greina plast í fjóra flokka

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru nú beðnir um að aðgreina plast í fjóra flokka og skila á endurvinnslustöðvar Sorpu sem netverjar hafa sumir býsnast yfir og segja flokkun orðna allt of flókna. Þróunarstjóri Sorpu segir að félagið hafi verið eftirbátur í endurvinnslu og að töluverðar breytingar séu í farvatninu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjármálaráðherra segir afleiðingarnar af hruni banka erlendis enn að koma í ljós. Styrkur íslenska fjármálakerfisins og viðnámsþrótturinn sé mjög mikill og hefur hann ekki áhyggjur, þó málið gæti haft einhver áhrif hér á landi.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kennara, sem var áminntur og síðar sagt upp störfum hjá grunnskóla í Bláskógabyggð árið 2017, voru í gær dæmdar miskabætur að fjárhæð einni milljón króna vegna ólögmætrar áminningar og uppsagnar. Kennarinn segir að þessi sjö ára barátta hafi tekið á en að málinu sé ekki lokið.

„Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“

Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað.

Fær ekki að spyrja um Lindar­hvol

Meirihluti Alþingis hafnaði í dag að leyfa Jóhanni Páli Jóhannssyni þingmanni Samfylkingarinnar að leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. Þetta er í fyrsta sinn frá 1989 sem álíka atkvæðagreiðsla fer fram.

Sjá meira