Fréttamaður

Elísabet Inga Sigurðardóttir

Elísabet Inga er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bugaðir öku­menn segjast slæmu vanir í um­ferðinni

Maður sem ferðast um á rafhlaupahjóli í vinnuna segir það ákveðna þórðargleði að bruna fram hjá buguðum ökumönnum sem sitja fastir í morgun- og síðdegisumferðinni. Einn þessara buguðu ökumanna eyðir um einum og hálfum klukkutíma í umferðarteppu á dag og segist slæmu vanur.

Mikil­vægt að skoða hvort konur treysti heil­brigðis­kerfinu fyrir krabba­meins­skimunum

Yfirlæknir brjóstamiðstöðvar segir mikilvægt að skoða hvort konur treysti heilbrigðiskerfinu þegar kemur að krabbameinsskimunum í ljósi fyrri mistaka við greiningu leghálskrabbameina. Ný brjóstamiðstöð opnaði í morgun með það að markmiði að gera þjónustu við konur aðgengilegri. Heilbrigðisráðherra segir framtakið framfaraskref í heilsusögu kvenna. 

Notuð dömu­bindi, blaut­þurrkur og smokkar í fjörunni í Vestur­bæ

Notuð dömubindi, blautþurrkur og smokkar eru á meðal þess sem finna má í fjörunni í Vesturbæ nú þegar óhreinsað skólp hefur flætt þar um. Sérfræðingur hjá Veitum segir að draga þurfi úr blautþurrkunotkun með reglugerð. Fréttastofa kannaði hvað ratar úr klósettinu í fjöruna.

Evrópu­málin varði mikil­væga hags­muni al­mennings

Samfylkingin hefur aftur sett Evrópumálin í forgang með því að setja á dagskrá Alþingis umræðu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar segir málin varða mikilvæga hagsmuni almennings og fyrirtækja í landinu. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Evrópumálin ekki vera forgangsmál.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Nýjar rannsóknir á notkun virka efnisins í ofskynjunarsveppum í lækningaskyni við þunglyndi lofa mjög góðu að sögn læknis. Psilosybin sé allt öðruvísi en öll önnur lyf sem notuð hafi verið við þunglyndi til þessa. Þingmaður vill að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á þessum efnum. Við skoðum málið.

Sjá meira