Fréttamaður

Fanndís Birna Logadóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Sorphirða í borginni á eftir áætlun vegna tíðarfars og veikinda

Borgarbúar hafa margir hverjir orðið varir við tafir á sorphirðu í Reykjavík en ýmsir þættir spila þar inn í, svo sem veður og Covid veikindi. Upplýsingafulltrúi hjá borginni segir starfsfólk vinna eftir fremsta megni við að koma sorphirðunni aftur á áætlun en ákveðnir óvissuþættir eru enn til staðar. 

Sara Dögg leiðir lista Viðreisnar í Garðabæ

Listi Viðreisnar í Garðabæ var samþykktur í gærkvöldi á fundi félagsins en þetta er í fyrsta sinn sem Viðreisn í Garðabæ býður fram til sveitastjórnarkosninga. Uppstillinganefnd valdi Söru Dögg Svanhildardóttur, bæjarfulltrúa, til að leiða listann.

Ekki tíma­bært að slíta stjórn­mála­sam­bandi við Rússa

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ekki á dagskrá að svo stöddu að slíta stjórnmálasambandi við Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu þar sem slíkt væri síðasta úrræði. Hún telur að þær refsiaðgerðir sem kynntar hafi verið komi til með að setja þrýsting á rússnesk stjórnvöld og segir alþjóðasamfélagið samstíga í sinni afstöðu.

Runólfur tekinn til starfa sem forstjóri Landspítala

Runólfur Pálsson hefur hafið störf sem forstjóri Landspítala. Í ávarpi sínu á vef Landspítala segist Runólfur taka við starfinu af stolti og auðmýkt. Hann segir árangur spítalans á ýmsum sviðum hafa vakið eftirtekt og að sá árangur sé starfsfólki spítalans að þakka en lýsir þó yfir áhyggjum eftir kórónuveirufaraldurinn.

Selenskí sækir formlega um aðild að Evrópusambandinu

Forseti Úkraínu hefur skrifað undir formlega umsókn í Evópusambandið en hann kallaði eftir aðild í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt. Friðaviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Hvíta-Rússlandi í dag lauk án niðurstöðu. 

Bjartsýn á að Covid-stormurinn gangi yfir á næstu vikum

Farsóttanefnd Landspítala segir enn mikið álag á spítalanum vegna Covid en 53 sjúklingar eru nú inniliggjandi með Covid, þar af tveir á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Tvö ár eru liðin frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist smitaður hér á landi og frá því að fyrsti Covid sjúklingurinn var lagður inn. Veikindin eru nú vægari og telur spítalinn líklegt að Covid stormurinn gangi yfir á næstu vikum.

1.099 greindust smitaðir í gær

Alls greindust tæplega ellefu hundruð manns smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær að því er kemur fram á covid.is en 1.023 greindust við hraðpróf og 76 við PCR-próf. Tvö ár eru liðin frá því að fyrsta Covid smitið greindist hér á landi. 

Úkraínumenn gætu fengið dvalarleyfi innan ESB í allt að þrjú ár

Evrópusambandið stefnir á að veita úkraínskum flóttamönnum dvala- og vinnuleyfi innan sambandsins til allt að þriggja ára. Þetta hefur Reuters eftir Ylvu Johansson, innanríkismálastjóra ESB, en um 400 þúsund Úkraínumenn hafa flúið til ríkja Evrópusambandsins frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í síðustu viku.

Sjá meira