Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Tvær unglingsstúlkur eru í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum grunaðar um innflutning á tuttugu þúsund töflum af Nitazene. Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands telur stúlkurnar í viðkvæmri stöðu. Í svona málum sé oftast um að ræða fórnarlömb mansals. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 6.4.2025 18:11
Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Tvær unglingsstúlkur eru í gæsluvarðhaldi hjá Lögreglunni á Suðurnesjum vegna innflutnings á tuttugu þúsund töflum af nitazene, sem í fyrstu var talið að væri oxycontin. Önnur er á átjánda aldursári og hin á nítjánda aldursári. 6.4.2025 13:35
Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Tæpar 140 milljónir söfnuðust fyrir Kvennaathvarfið í söfnunarþætti Á allra vörum sem sýndur var á RÚV í gærkvöldi. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segist í skýjunum yfir stuðningnum og stefnir á að flytja í nýtt athvarf sumarið 2026. 6.4.2025 12:10
Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Vísbendingar eru um að rafrettureykingar hafi langvarandi heilsufarsleg áhrif á lungu, hjarta og heila. Læknir og doktor í lýðheilsufræðum segir rafretturnar heldur ekki hjálpa fólki að hætta að reykja. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. 6.4.2025 11:46
Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Gerviópíóðinn nitazene, sem óttast er að sé kominn í dreifingu hérlendis, er þúsund sinnum sterkari en morfín að sögn réttarefnafræðings. Rætt verður betur við hann og fjallað nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 5.4.2025 18:11
Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Formaður MATVÍS furðar sig á að eina menntaða þjóninum á hóteli í Reykjavík hafi verið sagt upp störfum á dögunum. Það sé ekki sparnaður að segja upp menntuðu fólki. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf. 5.4.2025 11:46
Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Hagfræðingur og greinandi segir alveg ljóst að nýir tollar Bandaríkjastjórnar hafi skapað óvissu á mörkuðum. Verðfall varð á Wall Street við opnun markaða í morgun og Kauphöllin var rauð. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 4.4.2025 18:10
Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir utanríkisráðherra hafa fullan stuðning flokksins í að auka útgjöld til varnarmála. Það veki furðu að ekkert segi til um útgjaldaaukningu í málaflokknum í fjármálaáætlun. Útkljá þurfi málið áður en þingið fer í páskafrí. 4.4.2025 12:32
Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli Virkni frá sprungu nærri Grindavík sést ekki lengur í vefmyndavélum og hefur farið minnkandi síðan í hádeginu. Öflugir jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu síðdegis og atburðinum hvergi nærri lokið. 1.4.2025 18:27
Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Fjármálaráðherra kynnti í dag fjármálaáætlun og er stefnt að því að hagræða um ríflega hundrað milljarða á næstu árum. Við fáum viðbrögð frá Jóni Gunnarssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins og Bergþóri Ólasyni þingflokksformanni Miðflokksins í beinni útsendingu í kvöldfréttunum. 31.3.2025 18:11