Fréttamaður

Heimir Már Pétursson

Heimir Már er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bjarni segir ekki hafa verið ger­legt að kanna hæfi hans gagn­vart kaup­endum

Þingflokksformaður Pírata segir Bjarna Benediktsson fyrrverandi fjármálaráðherra reyna að kenna Alþingi um hans eingin mistök við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir tæpum tveimur árum. Bjarni segir að gengið hafi verið út frá því að hann þyrfti ekki að kanna hæfi sitt gagnvart hverjum og einum kaupanda í bankanum.

Bjarni hafi verið með út­úr­snúninga og stæla á nefndar­fundi

Bjarni Benediktsson segir hafa verið ómögulegt að gæta að almennum hæfisreglum við sölu á hlut í Íslandsbanka í mars í hitteðfyrra gagnvart hverjum og einum kaupanda. Þingflokksformaður Pírata segir ráðherrann hafa verið með útúrsnúninga og stæla á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun.

Spítalinn í Rafah yfir­fullur og skortur á öllu

Íslenskur skurðhjúkrunarfræðingur sem starfaði á spítala á Gaza segir ástandið vægast sagt slæmt. Mikill skortur væri á lyfjum, áhöldum og mat og fjölmargir hafi misst jafnvel alla fjölskyldu sína.

Minnsta verð­bólga í tæp tvö ár

Verðbólga hefur ekki verið minni frá því í mars fyrir tveimur árum og mælist nú 6,7 prósentustig. Þetta hljóta að teljast góð tíðindi inn í kjaraviðræður þar sem samningsaðilar stefna allir að gerð samninga sem leiði til minni verðbólgu og lækkun vaxta.

Betra ef Bjarni hefði rætt hug­­­myndir sínar við nefndina

Þingflokksformaður Vinstri grænna telur að betur hefði farið á því ef utanríkisráðherra hefði rætt hugmyndir um að frysta fjárframlög Íslands til Palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin.

Mögu­legt að boða til verk­falla á fimmtu­dag

Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar.

Ó­trú­leg at­burða­rás fyrir þrjá­tíu árum: Tveggja barna móðir svæfð á Holtinu og börn hennar numin á brott

Á þriðjudaginn var, hinn 23. janúar, voru þrjátíu ár liðinn frá því bandaríski sérsveitarmaðurinn Donald Michael Feeney var látinn laus úr fangelsi á Íslandi eftir afplánun tveggja ára dóms sem hann fékk fyrir að hafa skipulagt og framkvæmt með ótrúlegum blekkingum brottnám á tveimur dætrum íslenskrar móður. Aðgerðin var að ósk bandarískra feðra stúlknanna.

Spyr hvort ráð­herrar hafi vís­vitandi viljað spilla kjara­við­ræðum

Fjármálaráðherra segir það ekki hafa verið tilgang utanríkisráðherra og hennar að hleypa illu blóði í viðræður breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins með yfirlýsingum sínum um mögulega aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Þingmaður Pírata segir SA hins vegar hafa lækkað tilboð sitt í viðræðunum eftir yfirlýsingar ráðherranna.

Sjá meira