Blaðamaður

Helgi Vífill Júlíusson

Helgi Vífill er blaðamaður á viðskiptamiðlinum Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Enginn bar­lóm­ur“ en án Mar­els tefst upp­færsl­a hjá MSCI

Fari svo að bandaríska fyrirtækið John Bean Technologies (JBT) kaupi Marel mun það tefja ferlið við að komast upp um flokk hjá vísitölufyrirtækinu MSCI. „Það er enginn barlómur í okkur. Við erum áfram í dauðafæri en þetta tefur að líkindum verkefnið eilítið,“ segir forstjóri Kauphallarinnar.

Sagan sýnir að annað eins bætist við kjara­samninga í formi launaskriðs

Aðalhagfræðingur Kviku bendir á að þótt samið yrði um almenna krónutöluhækkun launa í yfirstandi kjarasamningum, sem gæti virst hófstillt, sýnir sagan að ofan á hana leggist síðan annað eins í formi launaskriðs. Hann telur jafnframt að jafnvel þótt kjarasamningar verði hófstilltir gæti Seðlabankinn viljað sjá skýr merki um hjöðnun verðbólgunnar áður en stóru skrefin verða stigin til að minnka vaxtaaðhaldið.

Hlut­a­bréf­a­mark­að­ur­inn er í meir­a jafn­væg­i og „ekki allt á kost­a­kjör­um“

Hlutabréfamarkaðurinn er í meira jafnvægi en í lok október þegar hann var „nærri lágmarki“ en frá þeim tíma hefur hann hækkað nær linnulaust. „Það er ekki allt á kostakjörum á markaðnum lengur líkt og var fyrir um þremur mánuðum síðan,“ að mati hlutabréfagreinenda, en fyrirtæki á markaði voru þá vanmetin um tæp 37 prósent en nú er hlutfallið um 16 prósent.

IFS verðmetur Alvotech 47 prósentum hærra en markaðurinn

IFS greining verðmetur gengi Alvotech 47 prósentum yfir markaðsverði. Fái fyrirtækið markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir hliðstæðu af líftæknilyfinu Humira, sem er gigtarlyf, í febrúar hækkar verðmatið þannig að það verður næstum tvöfalt hærra en markaðsvirðið er um þessar mundir. „Líftæknilyfjamarkaðurinn hefur farið ört vaxandi, í raun allt frá upphafi, sem gerir markað fyrir hliðstæðulyf einnig mjög spennandi og eftirsóknarverðan.“

Von á nokkrum nýskráningum í ár ef það verður á­fram stemning á markaði

Framkvæmdastjóri hjá Kauphöllinni á von á því að nokkur ný félög muni bætast við hlutabréfamaraðinn í ár en veigamikil atriði í umhverfinu sem skipta máli hvað það varðar hafa verið að þróast til betri vegar. „Við höfum orðið vör við talsverðan áhuga á skráningum. Þetta gæti orðið nokkuð spennandi ár ef verðlagning helst hagstæð og það verður áfram góð stemning á markaðnum.“

Sam­ein­ing við Sam­kaup gæti „hrist­ upp“ í smá­söl­u­mark­aðn­um

Mögulegur samruni Orkunnar og Heimkaupa við Samkaup, sem er sagður vera rökréttur, gæti „hrist nokkuð upp í smásölumarkaðnum“ og ljóst að sameinað félag yrði nægjanlega stórt til að eiga erindi á Aðalmarkað í Kauphöllinni, að mati greinenda. Á meðan risarnir á markaði, Hagar og Festi, eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða sem eru ekki ýkja virkir í stjórnun félaganna eru hluthafar Skel fjárfestingafélags, sem á Orkuna og Heimkaup, líklega „meira öskrandi á hliðarlínunni.“

Sam­runi Marels og JBT er skyn­sam­legur en á­hætta felst í sam­þættingu

Samruni Marels og John Bean Technologies (JBT) er skynsamlegur og getur skapað verulegt virði fyrir hluthafa til langs tíma. Samþætting fyrirtækjanna er þó áhættuþáttur, einkum í ljósi rekstrarvanda sem Marel hefur glímt við að undanförnu, segir í greiningu bandaríska fjármálafyrirtækisins Baird.

Sjá meira