Blaðamaður

Helgi Vífill Júlíusson

Helgi Vífill er blaðamaður á viðskiptamiðlinum Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Leið­rétt­ing­ar eru hlut­i af mark­aðn­um og þær skal ekki ótt­ast“

Það kæmi sjóðstjórum Paragon Fund ekki á óvart ef bandaríski hlutabréfamarkaðurinn myndi taka „smávægilega leiðréttingu á næstunni“ eftir talsvert miklar hækkanir undanfarna mánuði. Þær voru að hluta byggðar á væntingum um lækkun stýrivaxta. „Leiðréttingar eru hluti af markaðnum og þær skal ekki óttast,“ segir í bréfi til fjárfesta sjóðsins en þar er bent á að jafnaði lækki S&P 500 vísitalan um 14 prósent frá hæsta punkti til þess lægsta innan hvers árs.

Kostn­að­ur vegn­a end­ur­skip­u­lagn­ing­ar hjá Arctic Advent­ur­es lit­ar af­kom­un­a

Talsvert var um einskiptiskostnað hjá Arctic Adventures vegna starfsmannabreytinga og endurskipulagningar á innra starfi félagsins á árinu 2023. Þótt tekjur hafi aukist um 37 prósent dróst hagnaður nokkuð saman af þeim völdum. Fyrirtækið keypti Kerið í Grímsnesi í fyrra en samkvæmt fjárhagsupplýsingum frá Arctic Adventures námu fjárfestingar í fasteignum og landi tæplega tveimur milljörðum.

Of ströng beit­ing sam­keppn­is­lag­a hindr­un við upp­bygg­ing­u fjar­skipt­a­inn­við­a

Æskilegt er að fjarskiptafyrirtæki geti í meira mæli haft samstarf um uppbyggingu á 5G neti og öðrum fjarskiptainnviðum. Það hefur enda sýnt sig að skynsamleg samnýting innviða lækkar verð til endanotenda og þannig er hægt að koma nýjustu tækni fyrr til notenda. Samkeppnislög hvað þetta varðar eru ekki endilega vandamál hérlendis heldur fremur beiting þeirra, segir forstjóri Mílu.

Ó­venj­u hátt skatt­hlut­fall Ari­on vegn­a fram­virkr­a samn­ing­a

Yfir lengra tímabil hafa framvirkir samningar sem Arion banki hefur veitt viðskiptavinum leitt til lægra virks skatthlutfalls, upplýsti bankastjóri. Hagnaður af slíkum samningum urðu til þess að skatthlutfallið var óvenju hátt á fyrsta ársfjórðungi sem kom greinendum á óvart. Hann gerir ráð fyrir því að þróunin verði með öðrum hætti á yfirstandi ársfjórðungi.

Hlut­a­bréf­a­verð flug­fé­lag­ann­a fell­ur og smærr­i fjár­fest­ar færa sig í Al­vot­ech

Hlutabréfaverð íslensku flugfélaganna Icelandair og Play hefur fallið um næstum 50 til rúmlega 60 prósent á þremur mánuðum. Heildarvísitalan hefur á sama tíma lækkað um sjö prósent. Hlutabréfagreinandi segir að líklega hafi smærri fjárfestar og einstaklingar fært fjárfestingar sínar úr Icelandair í Alvotech. Það eru gerðar minni væntingar en áður til flugrekstrar samhliða minni eftirspurn eftir ferðum til Íslands.

Sjá meira