Íþróttafréttamaður

Hjörtur Leó Guðjónsson

Hjörtur Leó er íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport.

Nýjustu greinar eftir höfund

Viktor Gísli fór á kostum í öruggum sigri

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson átti virkilega góðan leik fyrir Nantes er liðið vann öruggan 14 marka sigur gegn Saran í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 38-24.

Hildur og María komu að fjórum mörkum í risasigri

Íslensku knattspyrnukonurnar Hildur Antonsdóttir og María Catharina Ólafsdóttir Gros léku stórt hlutverk fyrir Fortuna Sittard er liðið vann sannkallaðan risasigur gegn Telstar í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld, 7-1.

Sex ís­lensk mörk er Melsungen tyllti sér á toppinn

Elvar Örn Jónsson, Arnar Freyr Arnarsson og félagar þeirra í MT Melsungen tylltu sér á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta er liðið vann góðan þriggja marka sigur gegn Eienach í kvöld, 27-24.

Guð­mundur bjargaði stigi á Krít

Landsliðsmaðurinn Guðmundur Þórarinsson skoraði eina löglega mark OFI Crete er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Volos í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Gunn­laugur genginn í raðir Fylkis

Knattspyrnumaðurinn Gunnlaugur Fannar Guðmundsson er genginn í raðir Fylkis frá Keflavík og mun leika með Árbæjarliðinu á komandi leiktíð í Bestu-deild karla í knattspyrnu.

Sjá meira